Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 32

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 32
SOGUAGRIP FLE FLUTT Á 50 ÁRA AFMÆLI FÉLAGSINS Ágætu félagsmenn, góðir gestir, innlendir og erlendir! 50 ára afmæli í lífi sérhvers manns er merkur viðburður. Að baki er þrotlaus upp- bygging og lífsreynsla. Framundan eru oftast góð ár meðan heilsan er í lagi. Við erum hins vegar að halda upp á 50 ára afmæli Félags lóggiltra endurskoðenda og því hljóta fram- tíðarspár og markmið að vera önnur, en hátíðin er sú sama. Við stöndum á slíkum stundum á tímamótum og lítum yfir farinn veg og íhugum hvað framundan kann að vera. Þó rekja megi starfsemi endurskoðunar langt aftur í aldir er ljóst að iðnbyltingin í Bretlandi á átjándu öld breytti verulega þörf á endurskoðun. Verkaskipting verður meiri, framleiðslueignir stærri og viðskipti mun fjölbreyttari. Á þeim tíma sem liðinn er hafa orðið miklar breytingar á vinnubrögðum og starfs- aðferðum við framkvæmd endurskoðunar. Lengi vel fólst hlutverk endurskoðenda í því að koma upp um misferli starfsmanna og leiðrétta ýmis konar villur, sem komu fyrir í daglegum störfum. í upphafi þessarar aldar verður afstöðu- breyting til endurskoðunar á þann veg að endurskoðun sé ætlað að sannreyna að reikn- ingsskil fyrirtækja sýni raunhæfa rekstraraf- komu á ákveðnu tímabili og fjárhagsstöðu í lok þess. Markmið endurskoðunar er því m.ö. orð- um að sannreyna og votta að reikningsskil gefi glögga mynd af rekstri og efnahag hverju sinni. Það verður því hlutverk endurskoð- enda að finna skekkjur sem verulegu máli skipta varðandi reikningsskil, sem gætu haft þau áhrif að reikningsskilin gæfu ekki raun- hæfa mynd af rekstri og stöðu á ákveðnu tímabili. Ég hef nú lítillega rætr um endurskoðun og þróun hennar. Við þessi tímamót er rétt að fara yfir þróun endurskoðunar á íslandi. Við eigum góðar heimildir þar um og leyfi ég mér m.a. að vitna til ræðu Björns E. Árnason- ar heitins, fyrrum heiðursfélaga F.L.E. sem hann flutti á 25 ára afmæli félagsins. Líklega eru elstu ákvæði um endurskoðun að finna í tilskipan um sveitastjórn á íslandi sem gefin var út 1872. Þar kemur fram að hreppsnefndin öll skuli rannsaka reikninginn eða kjósa mann til að endurskoða hann. í stjórnarskránni frá 1874 er ákveðið að hvor þingdeild kjósi yfirskoðunarmann sem gagnskoði hina árlegu reikninga um tekjur og gjöld landsins og gæti þess, að tekjur landsins séu allar taldar og ekkert útgoldið án heimild- ar. Árið 1878 er ráðinn sérstakur aðstoðar- maður í endurskoðun reikninga landsins, og er þar með lagður grunnur að ríkisendurskoð- un. 30

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.