Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 25

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 25
beita. Einnig er þetta í samræmi við þá staöhæfingu að viðskiptavild rýrni ekki að verðgildi með tímanum. Hér er ekki ætlunin að leggja mat á það hvaða reglu beri að nota hér á landi. Val á þeim reglum sem notaðar verða verður að miðast við aðstæður í hverju tilfelli. Almennt verður þó að telja óvarlegt að afskrifa ekki viðskiptavild, því að oft mun vera um kaup á viðskiptaaðstöðu að ræða sem eðlilegt er að gjaldfæra á tilteknum tíma á hliðstæðan hátt og stofnkostnað. 3.5. Niðurstöður. í þessum kafla hefur verið fjallað um þau atriði varðandi reikningsskil hérlendis sem frábrugðin eru erlendum reikningsskilavenj- um og áhrif hafa á samstæðureikningsskil. Ekki hafa verið tínd til öll þau atriði er máli skipta, heldur aðeins þau mikilvægustu. Einn- ig ber að hafa í huga að samstæðuársreikning- ar hafa almennt ekki verið gerðir samkvæmt íslenskum aðstæðum þannig að líklegt er að fleiri vandamál komi í ljós þegar farið verður að gera slíka ársreikninga. Hérlendis er hægt að nota flestar þær erlendu aðferðir sem lýst var í kafla 2, með þeim breytingum sem nefndar hafa verið í þessum kafla. í næsta kafla verður síðan sett fram tillaga að íslensk- um aðferðum við gerð samstæðureiknings- skila þar sem erlendum aðferðumn hefur verið breytt til samræmis við íslenskar aðstæður. 4. TILLAGA AÐ SAMSTÆÐU REIKNINGSSKILUM SKV. ÍSLENSKUM AÐSTÆÐUM 4.1. Inngangur. í þessum kafla verður leitast við að skýra með dæmum tillögu að samstæðureiknings- skilum skv. íslenskum aðstæðum. Það skal tekið fram að hér er alls ekki um nýjar aðferðir að ræða varðandi samstæðureikn- ingsskil, heldur hefur erlendum reglum að- eins verið breytt og þær aðlagaðar íslenskum aðstæðum. Hér á eftir verður tekið dæmi af íslensku félagi sem kaupir hlutdeild í öðru félagi. Fyrst verður lýst færslum við kaup og síðan meðferð á rekstrarárangri dótturfélags- ins í bókhaldi móðurfélgsins í 1 ár eftir kaup og jafnframt verður gerður samstæðuárs- reikningur í lok hvors tímabils. í þessu dæmi verður ekki lögð mikil áhersla á milliviðskipti milli félaganna þar sem þær reglur sem gilda um þau viðskipti erlendis og lýst var í kafla 2.4. eiga jafnt við um íslenskar aðstæður. Hér er því látið nægja að vísa í þann kafla til frekari glöggvunar. Hér á eftir fara ákveðnar tillögur varðandi kaup félaga á öðrum félögum og eins um meðferð eftir kaup. í hverju tilfelli er aðeins sett fram ein tillaga þótt fleiri lausnir komi til greina. Er þetta gert með það í huga að hafa þessar reglur einfaldar og skýrar. 4.2. Samtenging félaga. Hér er lagt til að þegar eitt félag eignast hlutdeild í öðru verði notuð kaupaðferð (purchase accounting) líkt og lýst var í kafla 2.1. Til frekari skýringar verður kaupaðferðinni við kaup lýst hér nánar með skýringardæmi: Hinn 31. desember 19X1 keypti Morgunn hf. 80% hlutafjár í Degi hf. greiddi fyrir það kr. 550.000 í peningum. Efnahagsreikningar félaganna hinn 31. desember 19X1 fyrir samtengingu litu þannig út: EIGNIR: Morgunnhf. Dagurhf. Sjóðsreikningur ........................... 590.000 150.000 Birgðir ...................................... 720.000 600.000 Aðrir veltufjármunir .................... 300.000 260.000 Fasteignir ................................... 3.000.000 1.500.000 Vélarogtæki .............................. 400.000 80.000 5.010.000 2.590.000 SKULDIR OG EIGIÐ FÉ: Samþykktir víxlar ......................... 270.000 283.000 Ýmsar skammtímaskuldir ............... 390.000 754.000 Langtímaskuldir ...........................1.950.000 940.000 Óskattlagt eigið fé ........................ 120.000 92.000 Hlutafé ....................................... 900.000 100.000 Endurmatsreikningur .................... 750.000 85.000 Óráðstafað eigið fé ....................... 630.000 336.000 5.010.000 2.590.000 Hinn 31. desember 19X1 var gangverð einstakra eigna og skulda Dags hf. talið hið sama og bókfært verð að undanskildum eftirfarandi eignum: 23

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.