Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 36

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 36
helstu viðfangsefni endurskoðenda. Þá vil ég snúa mér að því að ræða í nokkrum atriðum á hvern hátt endurskoðendur hafa verið búnir undir það, að fást við þau viðfangsefni, sem ég nefndi. Árið 1926 voru samþykkt á Alþingi lög um löggilta endurskoðendur og þau staðfesti Kristján 10., af Guðs náð konungur íslands og Danmerkur, eins og þá var ritað. Það var þó ekki fyrr en þremur árum síðar, að fyrstu menn hlutu löggildingu í endurskoðun á Islandi en í 4. gr. reglugerðar um nefnd lög var ákveðið, að fyrsta prófnefndin fengi löggildingu án prófa. í nefndinni áttu sæti Björn E. Árnason, Jón Sívertsen og Jón Guðmundsson, sem var fyrsti formaður nefndarinnar. Til gamans má geta þess, að þeir félagar voru beðnir að semja drög að reglugerðinni en þeir voru ekki sammála um hvort þeir skyldu veita sjálfum sér löggildingu án prófa eða ekki, en það varð þó úr. Þetta mun vera fyrsta ágreiningsefni prófnefndar löggiltra endurskoðenda en ekki mun alltaf hafa ríkt lognmolla á þeim bæ síðan. Af lestri fundargerðarbókar prófnefndar löggiltra endurskoðenda, en í þá merku bók var fyrst ritað 26. febrúar 1929, er mér ljóst, að það hafi verið kappsmál nefndarinnar strax í upphafi að stuðla að eins góðri mennt- un fyrir verðandi endurskoðendur og kostur var. Mér virðist mega skipta þróun menntun- armála endurskoðenda í þrjú tímabil. Á fyrsta tímabilinu, sem stóð frá 1926 til 1947 var þó hvorki boðið upp á formlega menntun af hálfu prófnefndarinnar né ann- arra, og urðu menn því sjálfir að ákveða hvernig undirbúningi skyldi háttað. Á þessu tímabili þurttu prófmenn, á grundvelli þágild- andi laga, að standast bæði verklegt og bóklegt próf. Fyrst var lagt fyrir verklegt próf og þurftu menn að standast það til að fá að gangast undir bóklega prófið. Verklega prófið fór þannig fram, að prófmenn skyldu senda til prófnefndar eitt, stundum tvö verk- efni, sem þeir höfðu leyst án aðstoðar ann- arra. Þá lagði prófnefndin fyrir prófmenn tvö, eða þrjú verkefni, sem þeir áttu að leysa á viðunandi hátt. Oftast mun prófnefndin auk þess hafa kallað menn fyrir til munnlegrar yfirheyrslu um verklegu prófin. Það er eftir- tektarvert í þessu sambandi, að ekki virðist hafa verið prófað í endurskoðun, þrátt fyrir fyrirmæli laga. Það kann þó að hafa verið gert í munnlegum prófum, en þess er ekki getið í fundargerðum. Eins og ég sagði áðan var bóklega prófið tekið þegar menn höfu leyst verklega prófið á fullnægjandi hátt að mati prófnefndar. Það var bæði munnlegt og skriflegt og prófað var í: 1) almennri viðskiptafræði 2) verslunarrétti og 3) verslunarreikningi. í reglugerð um prófin var ekki að finna ítarlega lýsingu á því, hvað fólst í þessum greinum. Um almenna viðskiptafræði var þó tekið fram, að umsækj- endur skyldu m.a. þekkja í höfuðatriðum til upphafs og þróunar verslunar og réttinda og skyldna verslunarstéttarinnar. Þessar kröfur koma nú nokkuð spánskt fyrir sjónir og heldur þykir mér rýr skilgreiningin á við- skiptafræði. Ekki var um formlegt nám að ræða til undirbúnings þessum prófum. Prófnefndin barðist hins vegar fyrir því, eins og fram kom í ræðu Björns E. Árnasonar, sem hann flutti á 25 ára afmæli félagsins, 16. júlí 1960. Björn skýrði þá frá því, að tilraun hafi verið gerð til að fá opinberan stuðning til menntunar endurskoðenda á árinu 1937, en sú tilraun mistókst. Félag endurskoðenda fékk síðar prófessor Gylfa Þ. Gíslason til að standa fyrir námskeiðum fyrir verðandi endurskoðendur og hófst hið fysta 1947 og bar félagið kostnaðinn af því. Og með þessu námskeiða- haldi hófst annað tímabil í þeirri sögu mennt- unarmála endurskoðenda, sem hér er rakin. Þetta tímabil stóð frá 1947 til 1976. Sá góði árangur, sem fékkst af fyrsta námskeiðahald- inu varð m.a. til þess, að ný lög voru samþykkt á Alþingi 1953 um löggilta endur- skoðendur. Með þessum lögum og þeirri 34

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.