Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 11

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 11
91 meö framleiðslu fiskafóöurs, og var komið á fdt tilraunaverk- smiðju í þessu skyni. Frá því 1972 hefur þessi verksmiðja verið til húsa á landi Tungulax stöðvarinnar í ölfusi. Fóðrunartil- raunir með fóður frá þessari tilraunaverksmiðju hafa verið framkvæmdar nokkrum sinnum í Kollafjarðarstöðinni undir yfirum- sjá Jónasar Bjarnasonar. Niðurstaðna þessara tilrauna mun hafa verið að litlu getið í fjölmiðlum, og er grunur minn sá, að þær sáu að ófyrirsynju fallnar um of í gleymsku. Eg hefi séð hjá dr. Jónasi bráðabirgðatölur frá niðurstöðum tveggja tilraunahópa, og ég átti þess kost að skoða síðustu tilraunina, sem framkvæmd var 1977. Mér virtust niðurstöðurnar ótrúlega hagstæðar'Og mun því fara um þær fáum orðum. 1 sumum flokkum þessara tilrauna komu fram vandkvæði: Laxaseiði urðu blind og óðlileg í vaxtarlagi, þau urðu stutt og kubbsleg. 1 öðrum tilraunaflokkum varð slíkra einkenna ekki vart. En það sem mest var um vert var, að £ þessum heilbrigðu flokkum reyndist vaxtarhraði seiðanna á innlendu fóðri miklu meiri en fyrir þann flokk sem alinn var á EWOS fóðri, sem er víðfræg vara, framleidd í Svíþjóð. Blinda og kubbslegur vöxtur voru þekkt fyrirbæri í erlendum laxeldisstöðum á þessu tímabili, og var vitað á þessu stigi málsins, m.a. af rannsóknum sem gerðar höfðu verið í Tunison tilraunastöðinni í Bandarxkjunum, að óhagstæð steinefnahlutfoll í hvítfiskimjöli, þ.e. mjöli af þorski, ýsu og öðrum hvítfisku, væru völd af nefndum vandkvæðum. 1 síðustu fóðrunartilrauninni í Kollafirði, sem hófst vorið 1977, var blandað í suma fóðurflokkana efnum, sem ætla mátti að gætu ráðið bót á nefndum vandkvæðum. Sú varð raunin, að þessar íblandanir höfðu tilætluð áhrif. Laxaseiðin urðu ekki aðeins heilbrigð og falleg í útliti. Vaxtarhraði þeirra varð talsvert meiri en seiðaflokksins sem alinn var á EWOS fóðri. 1 júní 1978 birti Dr. Rumsey, forstöðumaður Tunison tilrauna- stöðvarinnar sem fyrr var getið, grein þar sem frá er skýrt, að skortur á zínki sé valdur að fyrrgreindri blindu og hugsan- lega einnig að óeðlilegum vexti laxaseiðanna. íblöndun lítils magns af zínksalti leysir vandann, a.m.k. að því er tekur til blindunnar. Ástæðuna fyrir hinum miklu yfirburðum hins íslenska fóðurs fram yfir EWOS fóður, telur Jónas fyrst og fremst þá, að gæði þess fiskimjöls er hann notaði í fóðurblönd-

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.