Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 20

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 20
100 % endurheimtur laxgönguseiða 1961 1962 1963 Meðaltöl Náttúrleg laxgönguseiði 22,0 19,5 23,8 21,8 Meðalh. seiða frá 20 eldisst. 17,0 11,0 13,5 13,8 Bestu heimtur seiða f.þessum st. 21,0 15,5 22,8 19,8 Lélegustu heimtur frá þessum st. 14,0 7,0 8,0 9,7 Við sjáum af töflunni, að meðalheimtur eldisseiða frá 20 atvinnueldisstöðvum £ þrjú ár reyndust tæp 14% miðað við tæp 22% fyrir náttúrleg seiði, eða rúm 63% af náttúrlegum seiða- endurheimtum. Á fundi s.l. vetur, þar sem Arni Isaksson skýrði frá tilraunum í Kollafirði, svaraði hann því aðspurður, að hann áliti að endurheimtur eldisseiða ættu að geta verið 15%. I bandarísku fiskeldisriti frá september s.l. er frá því greint að á fundi í Alaska hafi dr. Donaldson veitt þær upplýsingar, að endurheimtur eldisseiða á Islandi væru 17%. Hefur hann naumast fengið slíkar upplýsingar annars staðar en frá fyrr- verandi lærisveinum sínum á Veiðimálastofnuninni. Það er á grundvelli þeirra tölulegu upplýsinga frá Svíþjóð og þess álits Veiðimálastofnunarinnar er ég hefi drepið hér á, að ég tel varlegt að reikna með 12% endurheimtum eldisseiða, eins og ég gerði hér að framan. Upplýsingar og reynsla varðandi rétta meðferð og undirbúning eldisseiða fyrir sleppingu hefur aukist frá árinu 1963, og má því ætla að gera mætti nú betur en athuganir dr. Carlin bentu til. Og mér hefur verið tjáð að í vissum tilvikum nái vísindamenn á Vesturströnd N-Ameríku nú betri endurheimtum með eldisseiðum en með náttúrlegum seiðum. En á það verður víst aldrei lögð of rík áhersla, að þetta er vandasamur iðnaður, og skiptir öllu að undirbúningur og með-' ferð eldisseiða fyrir sleppingu sé í samrærai við bestu að- gengilega þekkingu hverju sinni. Því miður virðist aðstaða eða vinnubrögð, nema hvortveggja sé, við Kollafjarðarstöðina hafa verið léleg, alla tíð, að því er varðar endurheimtur göngu seiða. Meðalheimtur þar munu um eða undir 5%, og verða því að skoðast lélegar í ljósi hinna háu endurheimta náttúrlega göngu- seiða í íslenskar ár. Þessa ályktun undirstrika starfsmenn stofnunarinnar með því að áætla eðlilegar endurheimtur eldis- seiða um þrisvar sinnum hærri, eða 15-17%. Sem betur fer, munu

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.