Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 52

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 52
132 Varnarráðstafanir byggjast á eftirfarandi atriðum: 1. Að sjá til þess að gróðurinn búi við sem hagstæðust kjör og ræktunaraðbúð, en það stuðlar að auknu viðnámi hans. 2. Fyrirbyggja með varnarefnum. Getur borið vissan árangur bæði gagnvart vissum sveppum og meindýrum. Tefur fyrir og seinkar útbreiðslu,sbr. síðsumar- og haustúðun til að draga úr reyniátu og vetrarúðun gegn eggjum blaðlúsa. 3. Útrýming með tilskildum varnarefnum fljótlega eftir að skað- valds verður vart. Varnaraðferðir og efni Nær undantekningalaust er úðun öruggasta aðferðin. Sniglum verður þó að útrýma með sérstakri hratblöndu sem komið er fyrir á jarðveginum. Eyðingarefni eru ýmist í duftformi eða sem vökvi. Eituráhrif þeirra eru breytileg. Ætíð skyldu valin sem minnst eitruð efni ef vitað er að þau komi að svip- uðu gagni og hættumeiri efni. Brýnt er að nota góð dreifingar- tæki og gæta fyllstu varúðar. Ásamt réttum tíma við framkvæmd varnaraðgerða, skipta veðurskilyrðin meginmáli um árangur. Skilyrðin þurfa helst að vera: Hlýtt, þurrt og kyrrt en sólarlaust veður, þannig að varnarefnið þorni hæfilega hægt á plöntunum.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.