Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 73

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 73
153 RÁÐUNAUTAFUNDUR 1979 TILRAUNIR MEÐ HÚSVIST SAUÐFJÁR Grétar Einarsson Bútæknideild RALA, Hvanneyri. Helstu bráðabirsðaniðurstöður■ Tilraunir meö húsvist sauðfjár hófu'st aö Hvanneyri haustið 1977. Tilgangur rannsóknanna er aÖ meta hvaða áhrif mismunandi húsagerð hefur á þrif fjárins. í tilrauninni voru alls 80 ær skipt í tvo hópa: A. Féð á gólfgrindum, hús einangruð og loftræst með vél- búnaði. B. Féð á gólfgrindum, hús óeinangruð, loftræst án vél- búnaðar. Tilraunin hefur staðið aðeins einn vetur og því of snemmt að draga endanlegar ályktanir af niðurstöðum, en í stórum dráttum voru þær sem hér segir: 1. Við rúning urðu breytingar á loftslagi í húsunum. Miðað við sama útihita hækkar hitastigið í einangruðu húsunum um 3°C o^ í óeinangruðu um 2°C. Loftrakinn lækkar veru- lega í báðum tilvikum á bilinu 10-12%. Þessar breytingar má væntanlega rekja til aukins hitataps fjárins eftir rúning. 2. Eftir vetrarrúning (15.3.) léttust ærnar £ óeinangruðu húsunum að meðaltali 2,6 kg/kind umfram þær, sem voru í einangruðu húsunum. Þessi munur er raunhæfur og hélst fram að sauðburði. 3. Raunhæfur munur reyndist ekki vera á milli hópanna hvað ullargæði snertir. Einkunn fyrir toglit féll í báðum hópunum, er leið á innistöðuna (13.12.77 til 10.3.78) úr 8,1 í 7,4. Þvottarýrnun óx á sama tíma úr 24% í 32%. 4. Efnagreiningar á blóði sýndu, að miklar breytingar verða á^bloðefnum við rúning. Raunhæfur munur kom fram á milli hópanna hvað sum þessara efna snertir. 5. Lambafjöldi að vori var sem svarar um 172 lömb á 100 ær í einangruðu húsunum, en 152 lömb á 100 ær í þeim óein- angruðu. Þessi munur er ekki raunhæfur. Aðrar megin niðurstöður úr tilrauninni liggja ekki fyrir að svo komnu máli. Ákveðið var að halda tilraun þessari áfram nú í vetur og jafnframt bæta við hann einum lið. Er þar um að ræða einangrað taðhús, loftræst með vélbúnaði.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.