Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 80

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 80
160 III. NiðurstSður. 1 1. töflu eru sýnd meóaltöl aóalflokkanna A-F og undirflokkanna 1-3 fyrir þunga lambanna á fæti 20. sept., 17. okt. og 24. okt. ásamt fallþunga, gæru,netju, nýrmör og lifur. Þar sést, aó fallþungi lambanna, sem slátraó var í byrjun tilraunar var 14,09 kg. A-flokkslömbin bættu vió fallþunga sinn 0,420 kg, B-flokkslömbin léttust um 0,43 kg á fall, en lömbin í flokk- unum C, D og E þyngdust á fall um 2,86, 2,50 og 2,09 kg kjöts í sömu röð. Grænfóöurlömbin í undirflokki 1, sem voru á grænfóöri allan tímann fram aö slátrun, voru meö 16,87 kg fall, lömbin í undirflokki 2, sem var á inni- fóórun viku fyrir slátrun, voru með 16,98 kg fall, en þau sem voru á háar- beit síðustu vikuna fyrir slátrun, lömbin í undirflokki 3, voru meö 15,89 kg fall eöa 1,04 kg léttari heldur en hin grænfóöurlömbin. Ennfremur sést aö lifrar úr lömbunum, sem gengu á grænfóöri fram aö slátrun, vógu 0,62 kg aö meöaltali, en voru til muna léttari úr þeim lömbum, sem voru á innifóörun eða háarbeit vikuna fyrirslátrun eöa 0,49 kg og 0,42 kg í sömu röö. 1 2. töflu eru sýnd meðaltöl fyrir hlutföllin milli vöðva, beina og fitu (yfirborös- og millivöðvafita) í skrokkunum, sem krufnir voru og þungi þess- ara vefja í kg. Þar sést, að meðalvöövahlutfall í öllum krufnum föllum hefur verið 57,66%, fituvefur hefur mælst 26,66% og bein 15,68% af skrokknum. Hæsta vöðvahlutfallið mældist í lömbunum úr F-flokknum, 59,5%, en mest reyndist vöðvamagniö í heild í C-flokkslömbunum, sem voru á kálinu, 9,21 kg. Eftir því sem næst verður komist meö því uppgjöri, sem nú liggur fyrir, þá stafar munurinn á grænfóöurflokkunum og F-flokknum í vööva-, fitu- og beinaprósentu fyrst og fremst af auknum fallþunga lambanna í grænfóðurflokk- unum. Samkvæmt erlendum rannsóknum vaxa bein tiltölulega hægt á þessu tíma- bili eöa meö 63-77% af vaxtarhraöa skrokksins í heild, vöövar vaxa með 90-97% af vaxtarhraða skrokksins, en fitan vex hraðast vefjanna eða meö 137-150% af vaxtarhraöa skrokksins á þessu vaxtarskeiði (Fourie, Kirton og Jury, 1970, New Zealand Journal of Agricultural Research). A-flokks lömbin viröast þó hafa bætt við sig meiri fitu og minni vöðv- um heldur en búast mátti viö og kemur þaö heim viö þaö, að fóðrið, sem þau fengu, var orkuríkt, en meö of lága hvítu. Sé meöaltal grænfóöurflokkanna C, D og E borið saman viö meöaltal F- flokkslambanna, sem slátrað var í byrjun tilraunar, sést aö grænfóðurlömbin hafa bætt viö sig 1,09 kg af vöövum, 0,92 kg af fitu og 0,29 kg af beinum á tilraunaskeiðinu.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.