Fréttablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 14
Fótbolti Tímabilið er undir hjá
Manchester United í úrslitaleik Evr-
ópudeildarinnar í kvöld. José Mour-
inho, knattspyrnustjóri United, setti
öll eggin sín í Evrópudeildarkörfuna
og treystir á að liðið komist inn í
Meistaradeild Evrópu með því að
vinna Evrópudeildina. United gaf
ensku úrvalsdeildina nánast upp á
bátinn þegar nokkrar umferðir voru
eftir og sigur í Evrópudeildinni var
forgangsatriði hjá Mourinho.
Að lenda í 6. sæti ensku úrvals-
deildarinnar eru mikil vonbrigði
fyrir United en liðið var aldrei í
titilbaráttu í vetur. Sigur í Evrópu-
deildinni, og þ.a.l. sæti í Meistara-
deildinni, myndi þó gera þetta
fyrsta tímabil Mourinhos við stjórn-
völinn á Old Trafford viðunandi.
Evrópudeildin er eina Evrópu-
keppnin sem United á eftir að
vinna. Liðið hefur unnið Meistara-
deildina í þrígang og vann hina
sálugu Evrópukeppni bikarhafa
einu sinni. Aðeins fjögur félög hafa
unnið allar þrjár Evrópukeppnirnar:
Juventus, Bayern München, Chelsea
og Ajax, mótherjar United í kvöld.
Tuttugu og tvö ár eru síðan Ajax
varð Evrópumeistari síðast. Hol-
lenska liðið vann Meistaradeildina
árið 1995 og var hársbreidd frá því
að verja titilinn árið eftir. Á þeim
tíma var Ajax-liðið skipað ungum
og efnilegum leikmönnum á borð
við Clarence Seedorf, Edgar Davids,
Marc Overmars og Patrick Kluivert
sem skoraði sigurmarkið í úrslita-
leik Ajax og AC Milan fyrir 22 árum.
Sonur þess síðastnefnda, Justin
Kluivert, fetaði í fótspor föður síns
og hefur komið talsvert við sögu
hjá Ajax í vetur. Hann er einn fjöl-
margra ungra og spennandi leik-
manna í Ajax. Líkt og um miðjan 10.
áratug síðustu aldar er liðið skipað
ungum og efnilegum leikmönnum
en meðalaldurinn í leikmannahópi
Ajax er í kringum tvítugt. Til marks
um það hversu ungt Ajax-liðið er, þá
verður væntanlega bara einn leik-
maður (Lasse Schöne) eldri en 25
ára í byrjunarliðinu í kvöld.
Varnarmenn United verða að
hafa góðar gætur á Kasper Dolberg,
19 ára gömlum dönskum fram-
herja, sem hefur skorað sex mörk í
Evrópudeildinni í vetur. Annar 19
ára strákur, Marcus Rashford, leiðir
framlínu United og hefur gert það
undanfarnar vikur eftir að Zlatan
Ibrahimovic sleit krossband í hné.
ingvithor@365.is
Tímabilið undir hjá Man. Utd
Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld.
Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði.
Leikmenn Manchester United fagna marki Marcus Rashford í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Celta Vigo í Evrópudeildinni. noRdiCphotos/gEtty
Fótbolti Stjarnan og Valur eru í
tveimur efstu sætum Pepsi-deildar-
innar eftir fjórar umferðir. Bæði
hafa unnið þrjá leiki og hafa enn
ekki tapað leik í sumar.
Stjörnumenn þekkja það vel að
byrja mótið vel undir stjórn Rúnars
Páls Sigmundssonar en þetta er
hins vegar langbesta byrjun Ólafs
Jóhannessonar með Valsliðið.
Valur hefur unnið fleiri leiki í
fyrstu fjórum umferðunum í ár
(3) en samanlagt í fyrstu fjórum
umferðunum á tveimur fyrstu tíma-
bilum Ólafs með liðið (2). Valsmenn
eru þannig sex sætum ofar í dag en
þeir voru á sama tíma fyrir ári síðan.
Stjarnan er fjórða árið í röð í öðru
af tveimur efstu sætunum eftir fjórar
umferðir en Valsmenn hafa ekki
verið þar í áratug á þessum tíma.
Sumarið 2007, síðasta tímabil Vals-
manna inn á topp tvö eftir fjórar
umferðir, var einmitt síðasta sum-
arið sem Hlíðarendapiltar unnu
Íslandsmeistaratitilinn.
Valsliðið í ár er þó að byrja betur
en liðið sem vann titilinn fyrir tíu
árum. Valsliðið 2007 vann „bara“
tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum
og var því með tveimur stigum
minna en Valsliðið í ár. Valsliðið
2017 hefur enn fremur skorað fjór-
um mörkum meira í fyrstu fjórum
leikjum sínum en meistaraliðið frá
2007. Árið 1987 vann Valur einnig
titilinn og þá var liðið með jafnmörg
stig eftir fjóra leiki og nú.
Stjörnumenn hafa unnið 11 af
16 leikjum og aldrei tapað í fyrstu
fjórum umferðunum 2014-2017
en næsti hluti mótsins hefur aftur
á móti reynst Stjörnumönnum
skeinuhættur undanfarin sumur.
Liðið hefur þannig ekki náð að
fagna sigri í umferðum fimm til sjö
síðustu tvö sumur (2 jafntefli, 4 töp).
Nú reynir því á Rúnar Pál og félaga
að breyta þeirri hefð.
Valsliðið er þegar búið að spila
við bæði FH (1-1 jafntefli) og KR (2-1
sigur) á meðan að næstu tveir leikir
Garðbæinganna eru á móti FH-bön-
unum í Fjölni og svo á móti FH.
Næstu leikir Valsmanna gætu líka
verið sýnd veiði en ekki gefin því
þeir eru á móti liðum Fjölnis og ÍBV
sem hafa bæði komið á óvart.
Það þarf að fara tólf ár aftur í
tímann til að finna betri byrjun hjá
Valsliðinu en sumarið 2005 háði
liðið harða baráttu um titilinn við
FH. Þá dugði ekki Val að vinna fimm
fyrstu leiki sumarsins því Ólafur
Jóhannesson stýrði FH-liðinu þá til
sigurs í fimmtán fyrstu leikjunum
en þá var Íslandsmeistaratitilinn
tryggður með sigri á Val. – óój
Betri byrjun hjá Valsmönnum en þegar þeir urðu síðast meistarar
Sigurleikir
Valsmanna í fyrstu
fjórum umferðunum
2007 - 2 (0 töp) 2. sæti e. 4. leiki
2008 - 2 (2) 5. sæti
2009 - 1 (2) 9. sæti
2010 - 1 (1) 8. sæti
2011 - 2 (2) 6. sæti
2012 - 2 (2) 5. sæti
2013 - 2 (0) 3. sæti
2014 - 2 (1) 5. sæti
2015 - 1 (2) 8. sæti
2017 - 3 (0) 2. sæti
4
Evróputitlar Manchester
United liðsins frá upphafi í
keppni meistaraliða (þrír) og
bikarhafa (einn).
2 4 . m a í 2 0 1 7 m i Ð V i K U D a G U R14 S p o R t ∙ F R É t t a b l a Ð i Ð
sport
FyRSTA ÞRENNA GRINDVÍK-
INGS Í TæP FJÓRTÁN ÁR
Andri Rúnar Bjarnason skoraði
öll þrjú mörk Grindvíkinga í 3-2
sigri á ÍA á Akranesi á mánudags-
kvöldið en nýliðarnir urðu þar
með fyrsta liðið í deildinni til að
vinna tvo útileiki í sumar. Andri
Rúnar hefur heldur betur átt þátt í
þeim því hann skoraði sigurmark
í uppbótartíma í fyrri útisigrinum
sem var á móti Víkingi í Víkinni.
Andri Rúnar varð í fyrrakvöld
fyrsti Grindvíkingurinn til að skora
þrennu í efstu deild í tæp fjórtán ár
eða síðan að Sinisa Kekic
náði því í 3-2 sigri
á móti Fram 30.
maí 2003. Síðastur
á undan Andra til
að skora þrennu á
útivelli fyrir Grinda-
vík var hins vegar
Grétar
Hjartarson
í 5-1 sigri
á Þór á
Akureyri
í septem-
ber 2002.
18.45 Ajax - Man. United Sport
19.05 Fylkir - haukar Sport 2
20.45 Evrópudeildarmörkin Sport
19.15 Breiðablik - KR Kópavogsv.
19.15 Fylkir - haukar Fylkisvöllur
Í dag
DREGIð HJÁ STELPUNUM Í DAG
Í gærkvöldi tryggðu síðustu liðin
sér sæti í sextán liða úrslitum
Borgunarbikars kvenna í fótbolta
en í hádeginu verður síðan dregið.
Pepsi-deildarliðin tíu koma nú
inn í keppnina. Það var mikil
spenna í leikjum gærkvöldsins og
tveir leikir fóru í framlengingu.
Tindastóll, Sindri, HK/Víkingur
og Selfoss voru komin áfram þegar
Fréttablaðið fór í prentun.
æTLA EKKI Að SELJA GyLFA
Gylfi Þór Sigurðsson er áberandi í
slúðurfréttum ensku
fjölmiðlanna
þessa dagana
eftir frábært
tímabil þar
sem 9 mörk
og 13 stoð-
sendingar hans
sáu öðru fremur um
að Swansea hélt sæti sínu í ensku
úrvalsdeildinni. Gylfi hefur verið
orðaður stíft við bæði Everton og
Tottenham og í gær kom fram frétt
um að Swansea hefði samþykkt
tilboð frá Everton. Forráðamenn
velska liðsins voru fljótir að vísa
þeirri frétt til föðurhúsanna og
segjast ekki ætla að selja Gylfa í
sumar en íslenski landsliðsmaður-
inn er með samning til 2020.
2
4
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
E
C
-E
B
5
0
1
C
E
C
-E
A
1
4
1
C
E
C
-E
8
D
8
1
C
E
C
-E
7
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K