Fréttablaðið - 24.05.2017, Side 32

Fréttablaðið - 24.05.2017, Side 32
Markaðurinn @stjornarmadur Stjórnar- maðurinn Miðvikudagur 24. maí 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Ef þú ert í miðju góðæri en þrjár stærstu greinarnar, sjávarútvegur, ferðaþjónusta og iðn- aður, eru í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef rætt svikalogn í þessu samhengi. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins (SA). 23.5.2017 Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet. Að minnsta kosti getur varla verið algengt að björgunarsveitir (eða sam­ bærilegar sveitir í öðrum löndum) þurfi að standa vörð til að koma í veg fyrir að ágengir neytendur gangi ber­ serksgang. Forsvarsmenn Costco hafa enda látið hafa eftir sér að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. Í tengslum við komu Costco hefur líka skapast umræða um verðlag á Íslandi. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna það sem þeir kalla okur­ starfsemi hjá íslenskum kaupmönn­ um. Vonir þeirra standa til að Costco leiðrétti þetta mikla óréttlæti. Vissulega er verðlag hátt hér á landi. Fyrir því eru hins vegar nokkrar ástæður. Sú fyrsta er náttúrulega mannfæðin. Ísland er örmarkaður og erfiðara en annars staðar að ná stærðarhagkvæmni að neinu ráði. Önnur ástæða er staðsetning lands­ ins, flutningskostnaður er hár. Því má svo bæta við að Ísland er eyja og auðveldara en víða annars staðar að reisa tollmúra, leggja á hin ýmsu gjöld og sjá til þess að allir greiði sitt. Síðast­ nefnda atriðið hefur þó horft mjög til bóta undir þessari ríkisstjórn. Íslendingum hættir hins vegar til þess að barma sér yfir hlutunum án þess að velta fyrir sér rót vandans. Þegar kemur að verðlagi er krónan, eins og svo oft áður, fíllinn í herberginu. Það er nefnilega ekki svo að íslenskir kaupmenn okri meira en kollegar þeirra í öðrum löndum. Þeir búa hins vegar við gjaldmiðil sem sveiflast eins og pendúllinn og gerir þeim nánast ómögulegt að gera plön til lengri tíma. Sennilega er rétt að íslenskir kaup­ menn eru ekki gjarnir til að lækka verð í krónum talið, en eru hins vegar fljótir að velta kostnaði út í verðlagið ef svo ber undir. Þar eru þeir nákvæmlega eins og kaupmenn alls staðar að í heiminum. Á H&M til dæmis að miða verð í verslun sinni á Íslandi við gengi krónunnar akkúrat núna – eða er ekki hyggilegra að horfa til meðal­ gengis yfir lengra tímabil? Staðreyndin er nefnilega sú að íslenskir kaupmenn lifa í umhverfi þar sem kostnaður getur hækkað eða lækkað um þriðjung á einu ári án þess að það sé sérstakt tiltökumál. Eilífur samanburður við verð í erlendum verslunum í erlendri mynt er því ekki alveg sanngjarn. Íslenskir kaupmenn, eins og lands­ menn allir, líða fyrir okkar furðulega gjaldmiðil. Sá er kjarni málsins. kjarninn og hismið Verslunarfyrirtækið Festi hf. á samkvæmt heimildum Markaðarins í viðræðum um innflutning á Nespresso kaffihylkjum. Einnig skoðar fyrirtækið opnun verslunar sem myndi eingöngu selja hylkin sem eru nokkuð eftirsótt hér á landi. Jón Björnsson, forstjóri Festar, vildi ekki tjá sig um viðræð- urnar eða hvort fyrirtækið væri búið að tryggja sér umboðið á hylkjunum. Nespresso kaffivélar hafa verið fáanlegar hér á landi um árabil en hylkin einungis á vefsíðu svissneska fyrirtækisins eða í erlendum sérverslunum. Erlendis er kaffið selt í verslunum sem er oft líkt við skartgripabúðir þar sem mikið er gert úr íburði. Kaffihylki sem seld eru í Nespresso vélar hér á landi koma aftur á móti frá öðrum framleið- endum. Hylkin hafa aftur á móti verið seld í verslunum. – hg Festi vill nespresso hylkin Jón Björnsson ÁSKRIFENDUR SPORTPAKKANS EIGA NÚ MÖGULEIKA Á ÞVÍ AÐ FARA FRÍTT Á VÖLLINN! VINNUR ÞÚ MIÐA Á LEIKINN? Í ALLT SUMAR MUNUM VIÐ DRAGA ÚT HEPPNA ÁSKRIFENDUR SEM FÁ MIÐA Á LEIK Í PEPSI DEILD KARLA. BESTA SÆTIÐ 365.ISSÍMI 1817 Tryggðu þér áskrift á aðeins 399 kr. á dag 11.990 kr. á mánuð i * *m ið að v ið 1 2 m án að a bi nd in gu 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E D -0 D E 0 1 C E D -0 C A 4 1 C E D -0 B 6 8 1 C E D -0 A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.