Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 9
-1-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1987
ÁHRIF LOFTSLAGS Á LANDBÚNAÐ Á ÍSLANDI
Páll Bergþórsson
Veðurstofu íslands
í þeim erindum, sem fara hér á eftir, verður sagt frá þætti íslendinga í
rannsóknaverkefni sem beindist að áhrifum loftslagsbreytinga á landbunað
í köldum löndum.
Stofnunin sem gekkst fyrir þessari rannsókn heitir International Institute
for Applied Systems Analysis, skammstafað IIASA. Stöðvar hennar eru í Lax-
enburg skammt frá Vínarborg, í gamalli sumarhöll Maríu Theresu drottningar.
Þessi alþjóðlega stofnun hefur einkum fjallað um auðlindir jarðar og
vandamál í meðferð þeirra og hagnýtingu. Forstöðumaður þessa sérstaka
verkefnis IIASA var dr. Martin L. Parry, landfræðiprófessör í Birmingham.
Hann setti sig í samband við mig árið 1983, og upp úr því hófst starfið með
þátttöku nokkurra annarra íslendinga. Athyglin beindist einkum að áhrifum
veðurfars á landbúnað í útjöðrum landbúnaðarsvæða, annars vegar vegna
þurrka, hins vegar vegna kulda. Eins og eðlilegt var, fylltu Islendingarnir
síðari hópinn, en ásamt þeim komu fulltrúar frá Kanada, Finnlandi, norður-
héruðum Sovétríkjanna og Dapan. Þessi lönd voru valin vegna þess að þar
var talið að áhrif loftslags væru afdrifarík og því auðveldara að greina
þau en í mildari löndum. Þessi kenning sannast reyndar meðal annars á
íslandi, til dæmis í athugun Ólafs Dýrmundssonar og Dóns Viðars, þar sem
hitabreytingar valda miklum áraskiptum í fallþunga dilka í Árneshreppi,
en litlum sem engum í Öræfum. Martln Parry var í tvö ár í Laxenburg, frá
september 1983, og stjórnaði þessu verkefni með prýði, kallaði þátttakendur
saman til funda, þar sem erindi voru haldin, gagnrýnd og endurbætt smám
saman. Hann kom líka í heimsókn til okkar og annarra þátttakenda.
Niðurstöður rannsóknanna eiga að koma út í tveim bindum. Hið fyrra fjallar
um köldu löndin. Það er væntanlegt á þessu ári og mætti kallast Úttekt á
áhrifum loftslags á landbúnað í norðlægum löndum.*)í íslandskaflanum eru
fimm greinar. Fyrst er eins konar inngangur, kynning á íslensku lofts-
lagi og landbúnaði, og skýrt frá sérstakri flokkun á íslensku loftslagi
The Impact of Glimatic Variations on Agriculture. Volume 1.
Assessments in Cocl Temperate and Cold Regions.