Ráðunautafundur - 15.02.1987, Qupperneq 10
-2-
til notkunar í eftirfarandi greinum. Önnur greinin tekur fyrir áhrif lofts-
lags á ýmis atriði búskapar, heyfeng, fóðurþörf, byggrækt og trjárækt, auk
annars. Þessar tvær fyrstu greinar var mér falið að skrifa. Þriðju
greinina skrifuðu þau Áslaug Helgadóttir og Hólmgeir Björnsson; um áhrif
loftslags á grassprettu á tilraunastöðvum, auk hugleiðinga um ráðstafanir
vegna mjólkurframleiðslu með tilliti til veðurfars. Fjórða greinin er
eftir Ólaf Dýrmundsson og 3ón Viðar Oónmundsson, um áhrif loftslags á
vænleika sláturlamba í mildum og köldum hérúðum og einnig á landinu í
heild. Lokagrein íslandskaflans samdi Bjarni Guðmundsson, en þar eru
dregnar ályktanir af því sem áður er fram komið og bryddað á hugmyndum um
hvernig best sé að bregðast við þeim loftslagsbreytingum, sem vitað er að
hafa orðið, en einnig þeim sem gætu orðið, ef svo reynist, að aukið kol-
sýruloft á jörðinni, CO^jleiði til mikillar hlýnunar. Þessi lokakafli
felur þannig í sér það sem var endanlegt markmið þessa viðfangsefnis, að
auðvelda bændum og stj'órnvöldum að laga sig eftir dutlungum veðurfarsins
með sem bestum árangri.
I. Innqanqur
Þá vík ég að þeim greinum sem ég skrifaði 1 þennan íslandskafla. Fyrri
greinin er inngangur og almenn úttekt á skilyrðum til landbúnaðar, einkum
með tilliti til loftslags og breytinga þess, Það er sagt stuttlega frá
legu landsins og landnáminu og áhrifum þess á land, sem var ósnortið og
um leið viðkvæmt vegna hins fokgjarna jarðvegs, getið um versnandi hag og
hungurdauða, sem oftast tengdist undanfarandi hafís og kulda. Þá er lýst
einkennum landsins, gróðri og gróðurleysi og sagt frá helstu búgreinum á
síðustu tímum og þýðingu þeirra. Síðan er loftslaginu lýst, samhengi
hafíssins og hitans á síðustu öldum, sýnt kort af meðalhita í júlí og gangi
hitans yfir árið á nokkrum stöðum. Þá er sagt frá hitamælingum í Stykkis-
hólmi í 140 ár og tiltölulega snöggum umskiptum, sem urðu í loftslagi upp
úr 1920 og svo aftur á kalárum sjöunda áratugarins. Þá kemur kort af árs-
úrkomu á landinu og lýst einkennum hennar og samhengi hennar við hitafarið.
Þá er greint frá, hvaða búgreinar eru valdar til athugunar með tilliti til
loftslags, en fyrst og fremst er það fóðurframleiðslan og beitin, en líka
greinar sem eru á mörkum þes’s að vera mögúiegar í íslensku iöftslagi.
Síðan er sagt frá heimildum, sem notaðar eru, mest opinberar skýrslur um
heyfeng og jarðræktartilraunir, búfjárfjölda, fallþunga, áburð og fleira.
Af gögnum um loftslag er mest stuðst við hitamælingarnar í Stykkishólmi,
sem sýna merkilega líka niðurstöðu og meðalhiti allra stöðva á landinu á
öllum árstímum, a.m.k. þegar til lengdar lætur. Nokkrar aðrar stöðvar