Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 13
-5-
Ég reyni lítið að skýra þetta, minnist þó á, að það er fylgni milli vetrar-
kulda og kalskemmda, og þar með milli vetrarhita og sprettú, líka að vor-
klaki og jarðkuldi seinka gróðri, auk þess sem vetrarfrostin eins og
ýmislegt annað harðræði kunna að valda því, að blaðvöxtur verði lítill miðað
við puntmyndum. En hvað sem plöntulífeðlisfræði líður, koma þessi miklu
áhrif vetrarhita ekki síður fram í rannsókn Hólmgeirs og Áslaugar og mega
því teljast fullsönnuð. Það var talsverð krossgáta að safna og raða saman
gögnum fyrir þessa athugun á sprettu og hita allt frá aldamótum. Mat á
mótsagnakenndum gögnum um túnastærð er einn af hornsteinunum, auk talna
um heyfenginn sjálfan. Þær eru ósamstæðar að ýmsu leyti, byggjast á mis-
stórum heyhestum í tímans rás, og svo er mikil óvissa um hvað mikið af upp-
skeru túnanna er notað til túnbeitar á hverjum tíma. Áburðarnotkun er
gífurlega breytileg á þessari 'öld, og því óhjákvæmilegt að rannsaka
sérstaklega áhrif hennar og leiðrétta fyrir þeim áður en hægt er að meta
áhrif lofthitans. Um tilbúinn áburð eru góðar skýrslur en engar um búfjár-
áburð. Aðalheimild mín um hann varð því að vera það efni sem til hans er
dregið á hverjum tíma, en það er heildar-heyfengurinn, taða og úthey.
Svo verður að meta afföllin sem hafa orðið af þessum áburði vegna brennslu
á sauðataði, en þau hafa verið mjög breytileg á þessu tímabili. Þetta gæti
nú virst vera hæpinn grundvöllur. En þarna hjálpar mikið, að á hverju
fárra ára tímabili eru allir þessir leiðréttingaþættir nærri stöðugir ár
frá ári, og sveiflur í uppskeru frá ári til árs á hverjum tíma mega því að
mestu leyti teljast stafa af áraskiptum hitans. Af þessum sökum verður
samhengi hita og sprettu traustara en ætla mætti fyrirfram. Það verður
líka til happs, að miklar breytingar á áburðarnotkun sýna litla fylgni við
hitabreytingar á tímabilinu, og þess vegna verður tiltölulega auðvelt að
greina sundur þessa tvo helstu áhrifaþætti, áburð og hita. í þessari
rannsókn var eingöngu stuðst við hitamælingar í Stykkishólmi. Það kann að
virðast of einhæft. Áður var því lýst, hvað Stykkishólmur er góður fulltrúi
annarra íslenskra veðurstöðva hvað hitann snertir, raunar á öllum árstímum.
Þess má líka geta, að í rannsókn Hólmgeirs og Áslaugar kemur fram, að
aðhvarf milli hita í Stykkishólmi og grassprettu á tiltekinni tilraunastöð
er iðulega allt eins gott og samhengið við hitann á stöðinni sjálfri.
1 greininni er sýnd tafla yfir árlegan vetrar- og sumarhita í Stykkisholmi,
samanlagt köfnunarefni í áburði og töðufall af hektara á landinu fyrstu
83 ár aldarinnar. Köfnunarefnið var sem sagt notað sem mælikvarði á
áburðinn, en á þessu tímabili stendur kalí og fosfór í nokkuð ákveðnu
sambandi við köfnunarefnið, þó ekki föstu hlutfalli. Út frá 75 fyrstu árum