Ráðunautafundur - 15.02.1987, Síða 17
-9-
stafanir til þess að jafna heyfeng í köldum og hlýjum árum, þá gæti úthagi
orðið í meiri hættu en áður í harðindum, og við því þarf að bregðast sérstak-
lega, til dæmis með áburði á bithaga í byggð til að hlífa afréttum.
1 öllum þessum athugunum sýnir það sig, að það eru breytingar til hins verra,
kólnunin, sem íslenskir bændur þurfa að gjalda varhug við, og það er auðvitað
engin ný sþeki. Því hef ég iítið rætt þá miklu hlýnun, sem nú er talin
hugsanleg, jafnvel á næstu áratugum. En það er líka líklegt, að hún mundi
ganga fyrir sig í rykkjum, með talsverðum afturkippum á milli hlýrri skeiða.
Dæmi um það eru kalárin á sjöunda áratugnum, sem ollu þungum búsifjum, þétt
með vissum rétti megi segja, að loftslag hafi verið hlýnandi í 120 ár, þar
sem síðustu 60 ár eru mun mildari en næstu60 ár á undan.
1 lok greinar minnar eru þættir um loftslag og byggrækt, ennfremur um skóg-
rækt og veðurfar. Þar kemur ótvírætt fram, hvað byggrækt stendur hér tæpt,
talsverðir möguleikar á henni í hlýja loftslagsflokknum eftir 1930, en hún
virðist útilokuð í þeim kaldasta, á áratugnum 1859-1868.
Um skógrækt er það að segjay. að þar koma ný sjónarmið til greina. Þá
eru það hitameðaltöl í mun lengri tíma sem skipta máli, vegna þess hvað
trén eru langlíf. Ég byggi mest á rannsóknum frá Noregi, þar sem menn
hafa fundið, hvað loftslag þurfi að vera hlýtt til þess að birkiskógur eða
rauðgreniskógur geti þrifist til lengdar. Eftir því að dæma ætti friðaður
birkiskógur að geta staðist á um 60% allra veðurstöðva á landinu, og rauð-
grenið á fjórðungi þeirra. Þetta virðist geta verið í allgóðu samræmi
við lýsingar Ara fróða á skóglendi á landnámsöld. Annað þarf líka að taka
til greina, og það er að skógurinn umskapar sjálfur loftslagið, bætir það
merkjanlega þegar hann er einu sinni vaxinn. Sérstaklega á þetta við
birkið, sem er tiltölulega gisið og hleypir sólskini vel niður á undirgróður-
inn um leið og það myndar skjól. Þar geta því verið skilyrði til endurvaxtar,
enda þótt þau séu ekki lengur fyrir hendi, þegar búið er að höggva skóginn.
Þar kynni að vera nokkur skýring á því, hvað skógareyðing hefur verið
gífurleg á landinu. Það væri því tvímælalaust þýðingarmikið verkefni í
skógrækt að skapa skjól með beltum af harðgerðum tegundum og fljótvöxnum,
bæði fyrir nytjaskóg og annan gróður. Sú hlýnun sem af því leiddi, gæti
samsvarað því að flytja Island um eina eða tvaer breiddargráður suður í höf.
Að lokum vil ég færa samstarfsmönnum mínum þakkir fyrir einstaklega ánægju-
lega samvinnu.