Ráðunautafundur - 15.02.1987, Síða 18
-10-
IIX. Viðbatir
TILRAUN MEÐ ÁBURÐ EFTIR VETRARHITA
Hér verður sagt frá tilraun, sem hefur staðið síðan 1977 á Hvahneyri. Með
henni var ætlunin að reyna að vega upp áhrif vetrarhita á uppskeruna með
breytilegum áburði frá ári til árs. Um leið væri þá líka hægt að auka eða
minnka áburð eftir ástandi fyrninga hverju sinni, umfram það sem vetrarhiti
segir til um.
Tilraunin var í sjö liðum, með fjórum endurtekningum i hverjum lið. Fimm
liðir voru til samanburðar, og á þá var borið eins og hér segir, öll árin:
1. tafla. Áburður á samanburðarliði
Liðir N kg/ha P kg/ha K kg/ha
1. 60 30 60
2. 100 30 80
3. 140 30 100
Á. 180 30 120
5. Sauðatað , 15 tonn/ha,
þó 20 tonn/ha af kúamykju 1977.
Áburður á 6. og 7. lið átti að vera samkvæmt formúlu, sem var byggð á
reynslu af áhrifum vetrarhita í Stykkishólmi og áburðar árin 1901-1975.
Vetrarhitinn í Stykkishólmi (október-apríl) og áburður varð eins og hér segir
2. tafla. Breytilegur áburður eftir vetrarhita
Ár Vetrar- 6. liður *) 7. liður
hiti, °C N kg/ha P kg/ha K kg/ha N kg/ha P kg/ha K kg/ha
1977 0,5 27 12 14 81 30 70
1978 0,2 11 0 0 87 30 73
1979 -0,5 50 0 0 110 30 85
1980 1,1 17 0 0 77 30 67
1981 -0,9 67 0 16 127 30 94
1982 -0,3 43 0 5 103 30 82
1983 -0,4 45 0 8 105 30 84
1984 0,2 33 0 0 93 30 76
1985 0,7 21 0 0 81 30 71
1986 1,1 17 0 0 77 30 68
Meðalt 0,2 33 1 4 94 30 77
*) , . ,
Grunnaburður sa sami og a 5. lið.
Áburður á 6. og 7. lið átti að vera jafngildur, og frá 1979 var reiknað með
að í sauðataðinu væru 60 kg/ha af virku köfnunarefni. Uppskeran sýndi þó
að taðið var mun kostameira en þetta, að minnsta kosti síðari hluta tíma-
bilsins, og má jafnvel ætla, að 10 tonn/ha gætu lagt til þennan tilætlaða