Ráðunautafundur - 15.02.1987, Síða 20
-12-
U6 - U-j = -610 V +
Ug - u2 = -636 V +
Ué - U3 = -572 V -
Ug - U4 = -802 V -
Ug - U5 = -299 V +
984, r= -0,53
283, r= -0,64
12, r= -0,76
320, r= -0,76
795, r= -0,27
U7 - U-i = -706 V
U7 - U2 = -732 V
U7 - U3 = -669 V
U7 - U4 = -898 V
U7 - U5 = -395 V
481, r= -0,72
219, r= -0,83
514, r= -0,78
823, r= -0,74
292, r= -0,40
Þá er það spurningin, hvort þessi skerðing eftir hlýja vetur í samanburði
við kalda er fullnægjandi. Vegur hún á móti áhrifum vetrarhitans? Hvað
eru þau mikil?
Þessari spurningu hefur höfundur þessarar greinar reynt að svara með því að
athuga heyfeng á landinu í 75 ár, í samanburði við vetrarhita. Útkoman er
sú að ein gráða í vetrarhita Stykkishólms umfram frostmark auki heyfeng um
10%. Þetta samsvarar þá 600 kg/ha af þurrefni fyrir gráðuna í 6. lið, en
um 550 kg í 7. lið. Af þessu má ráða, að áburðartemprunin í tilrauninni
á Hvanneyri sé vel fullnægjandi.
Aðra tilraun að meta þessi áhrif vetrarhita á sprettu hafa þau Hólmgeir
Björnsson og Áslaug Helgadóttir gert. Þau notuðu óháð gögn, víðtækar nið-
urstöður tilrauna á landinu. Þeirra útkoma úr öllum tilraunum er 665 kg/ha
fyrir gráðuna, ef vetrarhitinn er mældur í september-apríl. Séu aðeins
skoðaðar tvíslegnar tilraunir eru áhrifin minni, 503 kg/ha á gráðuna.
Áburðartemprunin í Hvanneyrartilrauninni' gerir því meira en vega upp þessi
áhrif vetrarhitans.
í þessari athugun hef ég að mestu sneitt hjá truflunum af þeim áraskiptum
uppskerunnar, sem ekki verða kennd við vetrarhitann. Þessi áraskipti eru
vissulega talsverð og geta átt sér ýmsar orsakir, eins og tíðkast í tilraunum.
Við þeim er best að gera með því að setja þannig á heyin, að allgóðar fyrn-
ingar verði í meðalári. Það ráð er aftur á móti gagnslítið til að mæta
margra ára vetrarkulda, eins og sýndi sig á sjöunda áratugnum og á árunum
um og eftir 1980. Það er þess vegna mikið öryggis- og hagsmunamál bænda
að haga áburði eftir aðstæðum. Þess vegna tel ég að tilraunir eins og þá
sem hér hefur verið lýst þurfi að auka og gera þær á fleiri stöðum á landinu.