Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 23
-15-
þar sem er þurrefni, kg/ha, og er meðalhiti mánaðanna
september til ágúst árió i, en T er meðalhiti áranna
1951-1980. Miðað er við hita staðarins. í meðalári fæst
uppskeran 5260 kg/ha, ef N-áburður er 120 kg/ha, en þessi
meóaluppskera breytist um 644 kg/ha fyrir hverja gráðu sem
hitinn hækkar eóa lækkar. Einnig var unnið með vikmörk á
þessum stuðli, sem eru tvöföld meðalskekkja hans. Neðri
mörkin eru 418 kg/ha/°C, en þau efri 870 kg/ha/°C.
Likingin, sem valin var, byggist eingöngu á þeim hluta
gagnanna þegar tilraunir voru tvislegnar og er sláttutimi
árió á undan eina hjálparbreytan vegna sláttutimameóferóar
sem notuó var. Ef öll ár voru tekin með fékkst nokkru
hærri stuðull, en niðurstaðan varó háóari þvi hvernig
hjálparbreytur voru notaðar til leióréttingar.
Útreikningar, þar sem árinu var skipt niður og unnió
meó meðaltöl árstiöa eóa jafnvel mánaða ellegar aóeins hluta
ársins, gáfu visbendingu um að hitaáhrifin væru i
aóalatriðum samleggjandi. Stuðullinn fyrir haust- og
vetrarmánuðina september til april reyndist mikið stærri en
fyrir vor- og sumarmánuóina mai til ágúst. Þegar þar við
bætist að vetrarhiti er mun breytilegri en sumarhiti, er
nióurstaóan sú að áhrif vetrarhitans séu rikjandi i þeim
þætti uppskerusveiflna sem má tengja hitafari.
N-áburður var yfirleitt á bilinu 67-120 kg N/ha i þeim
tilraunum sem notaðar voru og að meðaltali um 95 kg N/ha.
Gengið var út frá þvi að áhrif hitans væru óháð N-áburði á
þessu bili. Páll Bergþórsson hefur i útreikningum sinum
gert ráð fyrir aö áhrif hita og áburðar margfölduðust saman
og þvi þótti ástæóa til að kanna, hvort hitaáhrifin væru
háö áburðarmagni og voru uppskerutölur úr tilraunum með
vaxandi N-áburð notaóar i þvi skyni. Þessir útreikningar
gáfu fremur óvissa nióurstöðu, en bentu þó eindregió til
þess að áhrif hita á grassprettu væru nokkuö háð
áburðarmagni. Til frekari útreikninga var valinn stuðull,
sem felur i sér að uppskeruauki fyrir 100 kg N/ha vaxi um
171 kg/ha/”C meó hækkandi hita. Ekki er ástæða til þess aó