Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 27
-19-
gróffóöuröflunina. Ekki var reynt að meta hvaóa gildi
grænfóðurræktun gæti haft i þvi skyni. önnur leið er aö
auka áburðarnotkun. Með þeim forsendum um áburðarsvörun,
sem notaðar voru, væri þó ekki unnt að mæta nema 37% af
uppskerurýrnuninni með þvi að auka áburðargjöfina úr 120 i
150 kg N/ha. Ef minni áburóur hefur verið notaður fyrir
loftslagsbreytinguna, en ræktað land aukið að sama skapi til
aö viðhalda heyskap, er meira gagn i að auka áburðargjöf
(sjá 2.töflu). Það má mæta um 50% af uppskerurýrnuninni með
þvi að auka áburóargjöf úr 80 i 106,6 kg N/ha, sem er
jafnmikill áburður alls og ef áburður er aukinn úr 120 i 150
kg N/ha, þegar tillit hefur verið tekið til landstærðar.
óbreyttum heyfeng mætti viðhalda með þvi að auka áburó úr 80
i 143 kg N/ha.
Varanlegri viðbrögó við kólnandi loftslagi eru svo að
auka flatarmál ræktaðs lands, sbr. 1. og 2. töflu. Nýrækt
þyrfti þó að vera meiri en þar kemur fram þvi að
umtalsverður hluti túna yrði svo lélegur i köldu árferói að
hætt yröi aó nytja þau.
2. Hallæri
Ekki er nóg með aó árferði veröi að meðaltali harðara
ef kuldaskeið kemur. Árferði er einnig breytilegt, og
einkennist breytileikinn m.a. af þvi aó einstök ár geta
oröið langt undir meóallagi undanfarinna ára, einkum á
kuldaskeióum. Athugun á hitafari i Stykkishólmi leiddi i
ljós að þau fjögur ár, sem hafa vikið mest frá meðaltali
næstliðinna 10 ára (1,44 til 2,22°C) voru öll á köldustu
áratugum fyrri aldar. Til samanburðar má geta þess að
meðalhiti hins kalda árs 1979 var aðeins 1,22°C undir
meðaltali næstliðinna 10 ára og er það hið fimmta i röðinni.
Meðalfrávik heyfengs frá meóalári var fundið meö þvi aö
leggja saman breytileika vegna sveiflu i hitafari og vegna
frávika heyfengs i landinu frá þvi sem vænta mætti eftir
hitastigi, samkvæmt þvi sem Páll Bergþórsson hefur fundið.