Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 37
-29-
Dæmin úr 2. töflu verða ekki rakin nánar, en þau
staðfesta það, að mjög verulegra sveiflna má vænta í afkomu
landbúnaöarins, sé miðað við þekkt tímabil úr veðurfarssögu
landsins. Viðbúnað við veðurfarsbreytingum verður að miða
við möguleika landbúnaðarins til fóður- og matvælaöflunar í
hinum kaldarl árum. Allar langtímasveiflur í veðurfari
byrja raunar sem skammtímasveifiur. Fullur viðbúnaður við
skammtímasveiflum léttir því alla aðlögun búskaparins að
langvarandi harðærum.
Hér verður drepið á nokkur atriði, sem eflt geta
viðbúnað landbúnaðarins við veðurfarsbreytingum, og þá fyrst
þelm er miðast við það að mæta köldu árunum:
A. Aðgerðir bænda. Bændum er mikilvægast að koma upp og
halda við nægum fóðurforða. Heyjaforða, sem er 35%
umfram þarfir í meðalári (1951-1980), má telja eðlilegt
meðalmark. 1 þessu sambandi sé gætt að eftirfarandi:
a) Að ræktað land sé hæfilega stórt. Ræktun sé haldið
við, svo að i kaldari árum megi grTpa til "auka"-lands
í lágmarks ræktunarástandi.
b) Að val fóðurjurta taki mið af kaldara árferði.
c) Að forðast sé of einhæft val aðferða við fóðurverkun.
d) Að hvert býli hafi geymslurými er svari til hlns eðli-
lega forða.
B. Skipulag búvöruframlelðslunnar. Hæfijeg dreifing búvöru-
framleiðslunnar um landið er mikilvægt öryggisatriði,
komi til mjög kólnandi verðurfars. Þannig má dreifa
áhættu vegna uppskerubrests, svo og áfalla vegna úrkomu
um heyannir.
C. Uppskerutrygglngar. Hluti kostnaðar vegna þeirra verður
þjoðinni sameiginlegur vegna þeirrar opinberu stefnu, að
þjóðin skuli vera sjálfri sér nóg um helstu matvæli í
öllum árum.
D. Aðgerðlr stjórnvalda. Nefna má eftirfarandi aðgerðir,
sem stuðla að auknum viðbúnaði:
a) Stuðningur við ræktun, fóðuröflun og fóðurgeymslu
(jarðræktarlög).
b) Forðatrygging með graskögglaframleiðslu ( og hey-
kögglavinnslu).
c) Reglur um lágmarksbirgðír af kjarnfóðri vegna búfjár-
halds (3 mánaða birgðir, t.d. hliðstætt olíubirgðum?)
d) Reglur um lágmarksbirgðir af þýðingarmestu búvörunum
(mjólkurvörur, kjöt ?...).