Ráðunautafundur - 15.02.1987, Qupperneq 38
-30-
Bregði til langvarandi hlýinda munu opnast möguleikar,
sem m.a. felast í eftirfarandi atriðum:
a) Raktun annarra fóöurjurta. Kornræktarskilyrdi munu
batna að mun, sbr. 2. töflu.
b) Að óbreyttum fjölda beitarpenings kynni landþörf
vegna heyöflunar og beitar að minnka. Þar skapaflist
rými til landfriöunar og ræktunar vidkvÆmari gróðurs
í úthaga. Grundvöllur að skogrækt til landbóta og
belnna nytja styrkist að mun. Líklegt er að með
ræktun skóga mundu möguleikar landsins til aö mæta
harðærum eflast.
c) Húsvist saufifjár styttist og samkeppnisstada sauð-
fjarræktarinnar mundi að öllum líkindum styrkjast.
4. Rannsóknlr
Mikilvægur þáttur viðbúnaðar við veðurfarssveiflum eru
rannsóknir. Þegar eru tiltækar niðurstöður rannsókna á
áhrifum lofthita á nokkra þætti landbúnaðarins. Þær þarf að
auka, bæði til þess að styrkja grundvöll þeirra, en einnig
þarf að meta áhrif annarra veðurfarsþátta, svo sem úrkomu.
Ganga má út frá því að fóðuröflun handa jórturdýrum
verði áfram helsta undirstaða landbúnaðar hérlendis. Til þess
að búa landbúnaðinn undir það að mæta breytilegu veðurfari,
sýnist því rökrétt að leggja áherslu á tvennt í rannsóknum
varðandi fóðuröflun:
1 fyrsta lagi rannsóknir varðandi plöntuval, plöntu-
kynbætur, ræktunartækni og fóðuröflun, þ.m.t. úthagabeit, þar
sem ræktunarskllyrði eru erfið. Með því móti er aflað þekk-
ingar og reynslu, sem nytast mun landbúnaði á harðbýlustu
svæðum landsins. Ekki er síður mikilvægt, að sú þekking sé
tiltæk, komi til kólnandi veðurfars, og meginhluti landsins
búi við það veðurfar, sem nú ríkir á harðbýlustu svæðunum.
í öðru lagi þyrfti að gera hliðstæða rannsóknir í þeim
byggðarlögum, sem nú hafa bestu ræktunarskilyrðin. Rannsokn-
irnar myndu þar auk þess beinast að kornræktinni, en eirinig
skógrækt, í því augnamiði að afla þekkingar, reynslu og
ræktunarhefðar, sem notast mundi um stærri svæði landsins,-
bregði til hlýnandi veðurfars.
Með þessu móti mætti skapa þá breidd í efnivið, þekkingu
og ræktunarreynslu við fóðuröflun, sem nauðsynleg er
fyrir íslenskan landbúnað, þannig að hann geti mætt þeim
ólíku skilyrðum, sem breytingar á veðurfari kunna að
skapa.
Innan áðurnefndra rannsóknasviða eru síðan elnstök
mikilvæg verkefni, sem aðrir þátttakendur í rannsóknaverkefni
IIASA hafa skilgreint og hér skulu aðeins nefnd, m.a.: