Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 44
-36-
I kalktilraun frá Hvanneyri, nr. 270-70, kom í ljós aó
hlutdeild vallarfoxgrass i gróðurþekjunni óx með vaxandi
kalkskömmtum (Áslaug Helgadóttir, 1977). Einnig var greinilegt í
Krossnestilrauninni, sem getið var aó framan, að vallarfoxgras
entist helst þar sem kalkað hafði verið. Á hinn bóginn eru
velþekkt áhrif sýrustigs á gróðurfar i tilraunum meó mismunandi
nituráburð á tilraunastöðvunum. Língresi er rikjandi á súrum
reitum, sem fengið hafa brennisteinssúrt ammóniak, en hálióagras
og vallarsveifgras á kalksaltpétursreitum (Jarðræktartilraunir
1975). Súru reitirnir gefa miklu minni uppskeru en aðrir
reitir. Þó ber að varast að draga þá ályktun að lingresi sé þar
meó uppskerurýrt gras. Gróðurgreiningar i kalktilraunum á
Hvanneyri hafa einnig sýnt að meó aukinni kölkun verður meira um
vallarsveifgras en minna um lingresi (Áslaug Helgadóttir, 1977).
Erfitt er að henda reiður á áhrifum vaxandi N á endingu
vallarfoxgrass. I athugun Guðna Þorvaldssonar (1981) viróast
vaxandi skammtar yfir 50 kg N/ha hafa litil áhrif á
vallarfoxgrasið, en hann fann einnig að það entist betur þvi meir
sem borið var á eftir slátt. í gömlu áburðartilraununum á
tilraunastöóvunum, sem i er blandaður gróóur, er erfitt að greina
nokkur áhrif á gróðurfar. Þó viróist hlutdeild vallarsveifgrass
aukast meó aukinni frjósemi, einkum P og K, á kostnað lingresis.
Er það i samræmi við erlendar niðurstöður (t.d. de Vries og
Kruijne, 1960; Hopkins, 1986).
III. fihrif meðferðar á endingu vallarfoxgrass
1. Sburðar- og sláttutimi
Nú á siðari árum hafa verið gerðar nokkrar tilraunir þar sem
könnuð eru áhrif áburðar- og sláttutima á endingu vallarfoxgrass,
bæði i hreinrækt og blöndu með ýmsum grastegundum. I tilraun nr.
567-81 á Korpu var orðið ljóst 1985 að hlutdeild vallarfoxgrass
minnkaói eftir þvi sem seinna var borið á og fyrr var slegið,
þegar þaó óx i blöndu meó öðru grasi (Jónatan Hermannsson, 1985;
Hólmgeir Björnsson, 1986) . Áhrif sláttutima á endingu
vallarfoxgrass hafa einnig einkum komið mjög skýrt fram i tilraun
nr. 503-78 á Hvanneyri. Árið 1984 var mæld eftirverkun i
tilrauninni og kom þá i ljós að vallarfoxgras var nær þvi horfið
á þeim reitum sem slegnir höfðu verið 20. júni, en hélt sér aftur