Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 64
-56-
ftÁDUNAUTAFUNDUR 1987
GRÆNF ÓÐURRÆKT
Ríkharð Brynjólfsson
Bændaskólanum Hvanneyri
Þá áratugi sem grænfóðurrækt hefur verið stunduð hér á
landi að einhverju marki, hefur uppskeran einkum verið ætluð
til haustbeitar kúa og sláturlamba. Geymsla grænfóðurs til
vetrarfóðrunar hefur verið takmörkuð nema í þeim tilvikum
þegar grasræktin hefur misfarist af einhverjum orsökum; er
enda auðvelt að benda á vankanta grænfóðurs til votverkunar.
Ný tækni hefur þó gert þennan kost fýsilegri, eða allavega
framkvæmanlegri.
Grænfóðurrækt' sem þáttur í heimaöflun hlýtur að býggja
á þeirri forsendu að fóður, sem þannig verður til, komi í
stað annars aðkeypts fóðurs og þá fyrir minna útborgað fé.
Framleiðsla af heyi + grænfóðri eða grasi + grænfóðri
verður þessvegna að vera meiri en af heyi eða grasi ein-
göngu, nema hluti heimaaflans (í megindráttum vinnuafl) í
fóðrinu sé meiri í grænfóðri en heyi/grasi.
Þessi framleiðsluaukning hlýtur að verða gegnum annað-
hvort meira át eöa að orkugildi grænfóðursins er meira en
grassins .
Þær grænfóðurtegundir sem prófaðar hafa verið hér á
landi eru, utan lúpína, allar af grasa- og krossblómaætt.
Talsvert margar tilraunir hafa verið gerðar til að afla
upplýsinga um hegðun þessara tegunda, og áhrif ýmissa þátta
á uppskeru og nauðsynlegan sprettutíma, þó vantar enn ýmis-
legt.
Almennt hefur stofnum og tegundum verið skipt í snemm-
þroska og seinþroska tegundir og almennt verið leiðbeint á
þeirri forsendu að snemmþroska tegundirnar (hreðka, sumar-
repja og sumarrýgresi) beri að nota ef væntanlegur vaxtar-
tími er skammur vegna meiri sprettuhraða þessara tegunda.
Þarna er þó að nokkru runnið blint í sjóinn því saman-
burðartilraunir til að finna sprettuferil eru tiltölulega
fáar, nema hvað’ varðar samanburð sumarhafra og vetrarhafra,
þar sem sumarhafrar hafa yfirleitt haft vinninginn. Þetta
er þó alls ekki stöðugt því stundum hafa vetrarhafrar gefið
meiri uppskeru alla sláttutíma til dæmis á Sámsstöðum 1985
og Hvanneyri 1986.
Svipað gildir um samanburð sumarrýgresis og vetrar-•
rýgresis. Oftast hefur sumarrýgresið haft vinninginn ef
snemma er slegið en ekki alltaf, og oft hefur munurinn verið
lítill.