Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 65
-57-
Munur á sprettuhraða sumar- og vetrarrepju hefur verið
.talinn svo augljós að eftir honum hefur ekki verið leitað
fyrr en s.l. sumar að því ég best veit, en útkoman var alls
ekkert eindregin.
Leiðbeiningar um að bændur eigi að sá snemmþroska teg-
undum tvisvar eða þrisvar að vorinu með 7-10 daga millibili
til að eiga orkuríka beit á mismunandi tímum byggja að mínu
mati ekki á nægilega sterkum grunni.
Tvær grænfóðurtegundir hafa jafnan verið settar aftast
á þroskalistann, mergkál og næpa. Þessar tegundir eiga það
sameiginiegt að leitast er við að þær nái lágmarks þroska
fyrir uppskeru, öfugt við t.d. sumarrepju sem verður að nota
áður en tilteknum þroska er náð. Báðar tegundirnar mynda
forðavef og safna þangað auðnyttum forða.
Um næpurnar verður fjallað sérstaklega en af mergkáli.
er í skemmstu máli það að segja, að þó leitað sé með logandi
ljósi í samanburðartilraunum finnst ekkert það sem réttlæti
eða mæli með notkun þess í íslenskri fóðuröflun, fremur en
t.d. vetrarrepju.
Um framleiðslugetu, áburðarþörf, sprettuferil,
jarðvegskröfur og ýmislegt fleira sem viðkemur grænfóður-
ræktinni er ýmislegt vitað og hefur verið skrifað um þó enn
sé margt á huldu. Sömuleiðis eru til efnagreiningar af
grænfóðrinu. En grænfóðurræktinni er ekki þar með lokið.
Arangur hennar er mjólk eða kjöt.
Fjölmargar og umfangsmiklar tilraunir hafa verið gerðar
til að meta nýtingu lamba á grænfóðri og hygg ég að flestum
veigamiklum spurningum í því efni sé nú svarað. Allt öðru
máli gegnir um mjólkurkýr hver svo sem ástæðan er. Hafa
menn t.d. hugmynd um áhrif beitar á blómstrandi sumarrepju á
mjólkina og afurðir úr henni eða einstakra tegunda yfir-
leitt? Eða er vitað hve mikill hluti uppskerunnar treðst í
svaðið við beit á einstakar tegundir? Hve mikið kýrnar
innbyrða af mismunandi tegundum, eða einhvern samanburð á
beit og innifóðrun, og gildir það raunar um alla sumarbeit.
Það er raunar hlálegt að til þurfti rándýrar maskínur
rúllubindivélar- til svo að menn færu að hugleiða innifóðrun
á grænfóðri sem valkost og ekki alveg í stíl við heima-
aflahugmyndir.
Arð af grænfóðurrækt er erfitt að reikna, nema nánast
öll vinna véla og manna sé aðkeypt. Þá má áætla útlagðan
kostnað með nokkurri nákvæmni eftir aðstæðum og töxtum.
Ef það er hinsvegar rétt að heimafenginn baggi sé
hollastur er eðlilegt að öll vinna sé unnin af heimafólki og
tækjum. Vandast þá verðlagningin mjög eins og væntanlega er
fjallað um í öðru erindi, en ég ætla að fórnarkostnaður sé
oft of lágur fyrir báða þættina.
Óhjákvæmilegur aðkeyptur kostnaður er áburður og sáð-
vara, ca. 10.000 til 17.000 kr. á ha eftir tegund græn-
fóðurs.