Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 67
-59-
Á móti þessari ræktun hefur mælt mikill vinnukostnaður''
við grisjun og illgresishreinsun, auk þess sem uppskera,
geymsla og meðhöndlun við fóðrun hefur verið nokkurt
vandamál.
Næpum hefur verið dreifsáð hér á landi án grisjunar svo
lítil von er til að einstakar næpur nái verulegum þroska.
Síðastliðið vor sáðum við í tilraun á Hvanneyri sem nam 1 kg
af fræi á ha og var enn of þétt. Samband sáðmagns og
skipting uppskeru milli rótar og blaða hefur m.a. komið fram
í tilraun á Korpu. Þó er ekki víst að þessi þéttleiki hafi
áhrif á uppskeru á f 1 atareiningu. Smáar næpur eru hinsvegar
mun verri til nýtingar, einkum eigi að hirða þær til inni-
fóðrunar en einnig til beitar því þá liggur stærri hluti
þeirra ofan í jörðinni.
í tilraunaröðinni nr. 421 hafa næpur komið 18 sinnum
til uppskeru og uppskeran verið sem hér segir, allt sem hkg
þ.e./ha.
Uppskera hkg þ.e./ha
Tilraunastaður og ár dagar Rót Kál Alls
Dýrfinnustaðir,Skag. 1975 116 16,2 51,3 67,5
Búrfell, V-Hún. 1976 104 32,2 43,2 75,4
Brún, S-Þing. 1976 122 67,6 58,6 126,2
Skriðuklaustur 1976 114 61 ,8 74,1 135,9
Búrfell, V-Hún. 1977 122 12,7 32,1 44,8
Skriðuklaustur 1977 102 22,6 33,6 56,2
Búrfell, V-Hún. 1978 107 14,0 35,5 49,5
Hvanneyri 1978 105 46,0
Torfalækur, A-Hún. 1979 103 23,8
Búrfell, V-Hún. 1979 103 10,1 7,2 17,3
Stekkjardalur,A-Hún. 1980 93 17,6 44,7 62,3
Torfalækur, A-Hún. 1980 93 29,5 47,2 76,7
Skriðuklaustur 1980 109 59,4
Stekkjardalur,A-Hún. 1981 106 10,8 28,6 39,4
Torfalækur, A-Hún. 1981 106 7,2 26,2 33,4
Hvanneyri 1982 106 20,2 25,9 46,1
Hvanneyri 1983 117 45,7 13,6 59,3
Sámsstaðir 1985 89 46,1
Hvanneyri 1986 123 30,0 27,9 37,9
Heðaltal 26,5 36,6 59,1
Eins og sjá má er uppskeran mjög breytileg og þarna má
gera ráð fyrir að vanti einhverjar mjög lágar tölur.
Meðaluppskeran samanlagt er fyllilega sambærileg við
uppskeru af vetrarrepju, orkugildi trúlega hærra a.m.k. í
rótinni og skal nú vikið að nýtingu hennar.
Við ræktun erlendis hefur næpum, rófum og betum verið
raðsáð og síðan grisjað þannig að heppilegt vaxtarrými fáist
fyrir hverja plöntu. Á seinni árum hafa verið gerðar vélar
sem sá þannig að grisjun er óþörf.