Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 85
-77-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1987
ÁBURÐARTÍMI, SKIPTING ÁBURÐAR OG SLÁTTUTÍMI.
Hólmgeir Björnsson
og
Jónatan Hermannsson
Rannsóknastofnun landbúnaóarins
I. Inngangur
Um langa hrið hefur verið mælt mjög eindregið með því í
leiðbeiningum til bænda að slá sem fyrst. Svo getur virst sem sá
áróóur hafi lítinn varanlegan árangur borið. Þó munu ýmsir
bændur haga slætti þannig, að þeir fái kjarngott fóður af túnum
og arð af búfé eftir því.
Niðurstöóur, sem fengust með reiknilíkani af kúabúi (Gunnar
Sigurðsson o.fl. 1980, Hólmgeir Björnsson 1985), sýndu sláttutima
sem ráðandi þátt í hagkvæmni mjólkurframleiðslu, sjá 1. mynd.
Er m.a. sú ályktun dregin, að samdrætti í mjólkurframleiðslu megi
mæta með því aó bæta heyframleiðsluna og minnka kjarnfóðurkaup,
jafnvel i þeim mæli, að framlegð búsins minnki ekki þrátt fyrir
samdrátt i framleióslu.
Niðurstaða útreikninga með reiknilikani eins og t.d. á 1.
mynd er verulega háð ýmsum forsendum. Ekki eru ávallt tiltækar
fullnægjandi niðurstöóur til aó setja inn i likanið og samband
ýmissa þátta er illa þekkt eóa flókið, svo að veruleg einföldun
er óhjákvæmileg. Ekki má þvi lita á útkomur likansins sem
visindalega nióurstöóu, heldur fremur sem tilgátu sem má nota i
rannsóknum. Forsendur likansins varða heyfeng, fóóurgæði og
átmagn, skiptingu uppskerunnar á slætti og beit og nýtingu
hennar. Þá má nefna áhrif sláttutima á gróóurfar túna, sem alveg
voru sniðgengin i likaninu. Þaó viröist rökrétt ályktun af þvi,
hve sláttutimi virðist geta haft mikil áhrif á arðsemi, að
forsendur likansins ættu að vera forgangsverkefni i rannsóknum og
leiðbeiningum, enda hafa ýmsar rannsóknir undanfarinna ára mótast