Ráðunautafundur - 15.02.1987, Side 87
-79-
af því vióhorfi. íóur en lengra er haldið skal tekió fram, að
enginn skyldi vænta þess aó fá niðurstöður, sem megi nota að
forsendum jafnt hvar sem er.
Uppskerumagn, bæði hey og gras sem er bitið, ræðst einkum af
náttúrulegri frjósemi landsins og nituráburðarmagni, ef vel er
séð fyrir öórum næringarefnum. Frjósemi ræðst einkum af þvi, hve
jarðvegur getur gefið mikið nitur (N) af sér, sem er mjög
breytilegt frá ári til árs, og rakaskilyrðum, þar sem bæði léleg
framræsla og ofþornun jarðvegs dregur úr frjósemi hans. Ýmsir
meðferóarþættir, einkum umferð þungra véla meðan jörö er rök,
geta einnig dregið úr frjósemi. íhrif N-áburðar til uppskeruauka
eru aö mestu óháð náttúrulegri frjósemi lands, þótt bæði léleg
framræsla og þurrkur geti spillt nýtingu áburðar.
Einnig má segja, að uppskera, aó gefinni frjóSemi jaróvegs
og áburði, ráóist af lengd vaxtartima og vaxtarhraða (sjá m.a.
erindi um lofthita og grasvöxt á ráðunautafundi hér á undan).
Oft er talað um vallarfoxgras sem sprettumikið gras. Stafar það
einkum af því, aö þaö heldur áfram að spretta hratt lengur fram
eftir sumri en aðrar tegundir, sé það ekki slegið. Þessi
vaxtarhraði er við góð skilyrði áætlaður um 140 kg/ha/dag um
nokkurra vikna skeið, en það er likt því sem gerist um annan
hraövaxta gróður erlendis. Þegar vöxtur er örastur fer
vaxtarhraðinn ugglaust yfir 200 kg/ha/dag (Hólmgeir Björnsson
1987).
Um heildarútkomu gróffóðuröflunar ræóur samspil uppskeru-
magns og heygæða mestu. Sláttutimi er þar áhrifamikill þáttur
eins og áður er getið, en einnig má nota áburðartima og skiptingu
áburðar til að hafa áhrif á, hvenær að sumrinu gras nær
heppilegum þroska til sláttar eða beitar. Heildaruppskera er
hins vegar aóeins að litlu leyti háð skiptingu áburðar (sjá t.d.
Morrison 1980). Loks er þess að geta, að sumir meðferðarþættir
hafa áhrif árið eftir. Má þar nefna dreifingu áburðar siðsumars
án þess að slegið sé eða beitt um haustið. Sjá einnig erindi hér
á undan um lofthita og grasvöxt, þar sem minnst var á
eftirverkunaráhrif sláttutima.