Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 90
-82-
1. tafla. Tilraunir með dreifingartima á Kjarna 1949-62.
Aburðarmagn 100 kg/ha flest tilraunaár.
Fjöldi ára Uppskera, þe . hkg/ha
0N !l.ábt. 2.ábt. i i 3. ábt. ' 1 i 4.ábt.
Sámsstaóir 14 26 61 62 58 ; 55
Hvanneyri 4 49 67 65 63 : 63
Reykhólar 5 31 60 60 57 58
Akureyri 8 23 61 59 l 57 52
Skriðuklaustur 9 42 63 60 60 ; 1 60
Meðaltal, vegið 40 31,8 62,0 60,9 ; — 58,4 | 56,6
Nú er ekki víst, að allur sannleikurinn komi fram i töflu
sem þessari. Allir 1-iðir voru slegnir á sama tima og er það
siðari~-áburðartimunum i óhag. I öðru lagi fellur meltanleiki þvi
hægar sem siðar er borið á (Hólmgeir Björnsson og Jónatan
Hermannsson 1983, Rikharð Brynjólfsson 1983). Að sióustu má
nefna, aö þessar tilraunir voru gerðar á hlýskeiði, og gæti
annað átt við nú á þessum siðustu og köldustu timum.
Vió höfum nú reynt að meta árangur tilrauna af þessu tagi
með þvi að miða við nýtingu niturs. Með þvi móti er aó mestu
eytt þeim áhrifum, sem fastur sláttutimi getur haft á
niðurstöður. Við höfum tekið saman tölur úr áburöartima-
tilraunum meó þrjá áburðartima á Korpu. Yfirlitió takmarkast við
þær efnagreiningar, sem hafa verið gerðar. Þessar niðurstöður
eru i 2. og 3. töflu.
Tölurnar skýra sig að mestu sjálfar. Rétt er þó að nefna,
að i tilraun nr. 02-567-81 voru þrjár vikur milli áburðartima og
sex vikur milli þess fyrsta og siðasta. 1 öllum öðrum tilraunum
voru tvær vikur milli áburðartima og fjórar milli þess fyrsta og
siðasta. Að meðaltali hefur uppskera minnkað um 22 kg/ha af þe.
við hvern dag, sem áburðardreifing dregst, og er það þvi sem næst
jafnt þvi sem fékkst úr niðurstöðum 1. töflu.
Eins og fyrr var sagt, hefur verið talió best að bera á i
byrjun gróanda. Rök fyrir þvi eru helst, að þá nýtist
vaxtarskeiðið allt og yfirborð jarðvegs er þá enn rakt eftir
veturinn. Fleiri en ein aðferð h'efur veriö notuð til að ákvarða