Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 93
-85-
upphaf gróanda eftir hitastigi. Talað hefur verið um þann dag,
sem meðalhiti fer yfir 4 °C (Bjarni Guðmundsson 1974), þegar
hitasumma yfir 0 °C nær 240 gráðudögum frá áramótum, þó e.t.v.
misjafnt eftir stööum (Jóhannes Sigvaldason 1977), og þegar
meðalhiti síðustu 30 daga hefur náð 2,3°C (Páll Bergþórsson
1983) . Við höfum ekki gert tilraun til þess að bera dagsetningar
fundnar á þennan hátt saman við áburóartíma i tilraunum. Pó má
nefna, að við flokkuðum niðurstöður í tvennt eftir því, hvort
klaki var i jörðu við fyrsta áburðartíma eða ekki, eins og sjá má
neóst á 2. og 3. töflu. Við athuguðum svo meðalhita siöustu 30
daga fyrir 1. og 2. áburðartima i þessum tveimur flokkum. írin
1979, '81, '82 og '83 var hann aó meðaltali 2,1°C og 4,3°C fyrir
1> og 2. áburðartima, en 4,5°C og 6,6°C árið 1980. Upptaka
köfnunarefnis reyndist svo verulega minni við 1. en 2.
áburðartima kaldari árin.
Samanburður á niðufstöóum 1. og 2. töflu sýnir nokkurn mun á
fallanda uppskeru Vió seinkun áburðar. 1 fyrri töflunni eru
niðurstöður tilrauna, sem geróar voru i góóæri. Þar minnkar
uppskeran nokkurn veginn eftir beinni linu frá fyrsta áburðartima
til þess siðasta. I 2. töflu er aftur á móti um að ræöa
tilraunir gerðar, þegar árferði var upp og ofan og oftast kalt.
Þar fellur uppskera ekki jafnt, heldur fellur hún litið fram til
25. mai, en ört úr þvi.
1 2. töflu sést lika, að siðasti áburðartiminn reyndist
jafnilla hlýja árið og hin köldu. Af þvi má ráða, að það timabil,
sem gefur hámarksnýtingu niturs, sé þrengra i köldu ári en þegar
snemma vorar. Sami munur gæti verið milli landshluta, en um það
er ekki unnt að fjalla hér.
Heimildir eru fyrir þvi, að ástand jarðvegs ræður, hver
niðurstaða verður úr dreifingartimatilraunum. Tilraun af þvi
tagi var gerð á Hvanneyri 1966-72 og var þar borinn saman
dreifingartimi Kjarna og kalksaltpéturs. A Hvanneyri reynist
kalksaltpétur aó jafnaði betur en Kjarni, ef ekki er bætt úr
kalkþörf jarðvegs með öðru móti. En i áðurnefndri tilraun kom
þessi munur þvi aðeins fram, að snemma væri borið á, en hvarf að
mestu, ef borið var á 4.-10. júni (Hólmgeir Björnsson og Magnús
Öskarsson 1978).
Likast til verður það ekki skýrt á einfaldan hátt, hvers
vegna áburður nýtist illa, ef seint eða of snemma er borið á.