Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 98
-90-
V. Ályktanir
1 upphafi var vitnað í niðurstöður reiknilikans af kúabúi,
sem bentu til þess, að það gæti ráðið mjög miklu um hagkvæmni
mjólkurframleiðslunnar, hversu góð tök bændur hefóu á
gróffóðuröfluninni. Að vísu kom fljótlega í ljós, að þessi áhrif
eru verulega ýkt eins og þau eru sýnd á 1. mynd, e.t.v. ekki nema
helmingur þess, þótt þau hafi ekki verið endurmetin enn. Ljóst
er, að aðstæður eru mjög breytilegar, m.a. vegna gróðurfars i
túnum og eftir árferði.
Meðal þátta, sem hafa áhrif á hagkvæmni, er áburðartimi og
skipting áburðar. Hér var.ekki unnt að taka með i reikninginn
áhrif áburðartima á heygæði, en þau geta haft áhrif á þær
ályktanir, sem dregnar eru.
Til þess að fá kjarngott fóður þarf að slá snemma, þvi að
meltanleiki grass fellur ört er lióur á sumarið. Ef um
vallarfoxgrastún er að ræða, getur þó orkaö tvimælis, að það sé
hagkvæmt, vegna þess hvað mikið dregur úr heildaruppskeru og hve
vallarfoxgras þolir illa að snemma sé slegið. Pegar snemma er
slegið, er eftir mikill hluti sprettutimans. Ef ætlunin er að
nýta endurvöxtinn til sláttar eða beitar siðsumars, er sjálfsagt
að skipta áburói og bera hluta hans á eftir slátt, til þess aó
t^yggja endurvöxt og gæði hans. Nýting áburðarins er þó minni ef
áburði er skipt, en þegar allt er borið á að vorinu. Þótt
endurvöxturinn sé ekki nytjaður til fulls, verður það ekki til
tjóns, ef það verður til þess að fyrr og meir sprettur vorið
eftir, en varasamt er þó talið að láta mikla sinu verða eftir á
túni.
Af hinum tiltölulega jákvæóum áhrifum þess að bera á siðari
hluta sumars, jafnvel eftir að slætti og beit er lokið, er
freistandi aö draga þá ályktun, að þessi árstími geti hentað vel
til dreifingar búfjáráburðar, ef þess er gætt aó bera á i
hagstæöu veðri, enda mun það hafa verið álitið fyrrum.