Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 118
-110-
Yfirleitt er minna skrik á a 1 dr i f s v/é 1 unum en þó ekki
afgerandi. Skrik á drifhjólum er mun minna á "radial"
hjólbörðum en "diagonal" og einnig minna á lágmynstruðum
breiðum (LP 609/60-305) börðum. Þá er athyglivert að minna
skrik er á afturdrifsvél með "radial" og lágmynstruðum börðum
en aldrifsvélum á "diagonal" börðum.
Spordýptin er oft notuð sem mælikvarði á sköddun vegna
umferðar. í fyrrgreindum athugunum sukku "radial" dekkin mest
í, einkum vegna þess að þau hafa háar og skarpar spyrnur.
Best reyndust lágmynstruðu breiðu dekkin (LP 609/60-305),
þegar tekið er tillit bæði til skriks og spordýptar. Með
hliðsjón af þessum niðurstöðum væri ástæða fyrir innflytjendur
og bændur að endurskoða búnað vélanna þegar kaup eru gerð.
Varðandi flutningatæki eru þau nú flest með breiða hjól-
barða (t.d. 400-155) sem er mikil framför frá því sem áður va.r
Ef hægt er að koma því við, er betra að nota hjól með mikið
þvermál t.d. á tankvögnum. Þau fara að öðru jöfnu betur með
túnin en ýmsar útfærslur af vögnum með tveimur burðaröxlum.
Þá má einnig bæta flothæfni hjólbarðanna með því að hafa
fremur lítinn loftþrýsting í þeim, atriði sem menn gefa oft
ekki nægilegan gaum.
XII. Raðprófanir á sláttutæturum
Hér á landi hafa fáir sláttutætarar verið til prófunar hjá
Bútæknideild nú síðari ár. Ástæðan er m.a. sú að athygli
bænda og innflytjenda hefur meira verið bundin við fjölhnífa-
vagna til votheysskapar, sennilega vegna þess að margir bændur
eru með bæði votheys- og þurrheysskap og geta þá notað sama
tækið á báðum vígstöðvum.
Norðmenn, sem náð hafa lengst Norðurlandaþjóða i
votheysgerð (um 70?í af heyfeng), slá og hirða nær allt með
sláttutætara. Þeir leggja þvi mikla áherslu á prófanir á
þessum tækjum og leggja sig fram um að þróa þau þannig að
kröfur notenda séu sem best uppfylltar. Hér verður lauslega
drepið á þau atriði sem lögð er áhersla é við raðprófanir og
má ætla að sömu áhersluatriði gildi við okkar aðstæður.
Kastlengd heysins frá stút tætarans hefur afgerandi áhrif
á notagildi hans, einkum ef aðstæður eru erfiðar. Kastlengdin
ákvarðast af gerð spaðaöxuls, heytrekt, dreifistút og hraða á
hnífaöxli. Mjög misjafnt er hvernig tætararnir skila heyinu
frá sér en einstaka nær að skila samfelldum heystreng nægilega
langt.
flflþörf tætaranna er mjög ólík eftir framleiðendum. Þannig
getur verið munur við afköst er nema 20 t/klst, frá um 17 kW
upp í 23 kW, sem eðlilega segir til sín í orkukostnaði og
sliti á tækjum. Sama er að segja um orkunýtni (tpnn/kWt) en
þar hefur komið fram allt að 20?í munur milli tegunda.
Tengibúnaður við dráttarvélar hefur tekið miklum framförum
á síðustu árum þannig að tenging tekur nú innan við 1 mínútu
og flestir framleiðendur eru komnir með sjálfvirka tengingu á
a f1y firfærs1u,