Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 121
-113-
Tilraunir hafa sýnt, að rúmþyngdin eykst við forþurrkun er
nemur allt að 60% þ.e., en minnki við frekari þurrkun. Enn-
fremur hafa tilraunir sýnt að hlutfall lofts (gas) í vot-
heysstæðu eykst við forþurrkun. Sem dæmi má nefna að við 20%
þurrefni í heyi er um 50% af rúmmáli stæðunnar innilokaðar
lofttegundir, en við 60% þurrefni hækkar hlutdeild loftegunda
í um 15%. í þessum tilraunum er gert ráð fyrir að e^lisþyngd
þurrefnisins hafi þéttleika er svarar 1400 kg/m . Þessar
niðurstöður árétta enn frekar fyrri kenningar um, að því meiri
sem forþurrkunin er þeim mun meiri kröfur verður að gera til
geymslna varðandi þéttleika og frágang við yfirborð.
Frárennsli úr heystæðum er eðlilega háð þurrefnisinnihaldi
heysins. Þetta samband er nokkuð þekkt en tap næringarefna er
mjög misjafnt eftir hráefni. Sem dæmi úr athugunum má nefna,
að úr heyi sem hirt var með um 15% þurrefni tapaðist um 10?í af
þurrefnismagninu með votheyssafanum, en innan við 5% ef heyið
var forþurrkað í um 25% þurrefni.
VI. Tækni við losun úr heygeymslum
Á markaðnum er fjöldinn allur af tækjum til að losa vothey
á geymslustað og flytja að gripunum allt frá einföldum hand-
verkfærum að tölvustýrðum sjálfvirkum fóðrunarbúnaði. Ekki
gefst tóm til að fjalla ítarlega um þau á þessum vettvangi, en
þó er rétt að fara örfáum orðum um rafmagnsskera. Á undan-
förnum 2-3 árum hafa komið á markaðinn nýjar gerðir skera sem
hafa m.a. verið reyndir hjá Bútæknideild. Þeir eru frábrugðn-
ir fyrri gerðum á þann hátt, að þeir eru léttari og klippa
heyið í stað þess að skera það. Þessir heyhnífar henta vel
bæði í vothey og þurrhey og eru með léttum einfasa mótorum.
Skurðhraðinn er 1,5-2,5 m/mín og skurðdýptin 40-50 cm. í
votheyi verða afköstin oft nálægt 200 kg/mín.
Vinnustaðan við notkun er fremur góð og tiltölulega
auðvelt að stjórna þeim. Heyskurðurinn er yfirleitt hreinn og
hægt að skera alveg út að veggjum og öðrum hindrunum.
Miðað við aðstæður, sem víða eru hér á landi við votheys-
fóðrun, má ætla að slíkir heyskerar gætu létt af mönnum miklu
erfiði, bæði við vinnu í hefðbundnum geymslum og við fóðrun úr
rúlluböggum.
VII. Votheysgeymslur
Ástæða hefði verið til að fjalla nokkuð um'ný viðhorf
gagnvart votheysgeymslum. Engar byltingarkenndar hugmyndir
eru þó á ferðinni. Nokkra athygli vekur þó að á hinum
Norðurlöndunum hafa menn nær alveg horfið frá notkun heymetis-
turna einkum með botnlosun. Ástæðurnar eru mikill stofn- og
rekstrarkostnaður og óöryggi í rekstri. Hægt er að ná sambæri-
legri verkun heysins með ódýrari aðferðum. Ef lögð er áhersla
á vélvæðingu og vinnuhagræðingu við fyllingu og losun geymsln-
anna virðist topplosunarbúnaður álitlegur kostur annað hvort í
steinsteyptum turnum eða stálturnum.