Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 133
-125-
III. ___Þróun aðstöðu á búum bænda og viðhorf þeirra til
heykögglagerðar
Um þessi atriði mætti skrifa langt mál, en frumskilyrði þess
að þróun aóstöðu heima á búum bænda vegna heykögglageróar og
fóðrunar með þeim, er fyrst og fremst komin undir jákvæðu
hugarfari þess sem þjónustuna kaupir, bóndans, til slikra
aðgerða. Til þess að þróa slika aðstöðu þarf bóndinn i raun að
vera meira en jákvæður, hann þarf að vera ákveðinn i að gera
heykögglun að föstum lið i búskap sinum.
Atriði sem nefna má i þessu sambandi eru m.a. þessi:
- Gera þarf áætjun út frá gróðurfari, túnstærð og búfé, um
nauðsynlega áburóarnotkun til að ná nægum umframheyjum til
kögglageróar.
- Gera þarf áætlun um það hvaða hey skuli köggla og hver skuli
koma þvi fyrir, svo aö það sé aðgengilegt.
- ffiskilegt væri aö geta komið kögglunarheystæðu fyrir i
hlöóuenda eöa þar, sem mögulegt væri að blása undir heyið og
athafna sig vel við kögglagerðina.
- Góó geymsla þarf að vera fyrir hendi (gryfja, siló, stórsekkir
o.s.frv.), hugsanlega sniglar eða færibönd eftir atvikum.
- fflskilegt væri að bóndi fengi kögglunarhey efnagreint fyrir
kögglun og gæti hagað iblöndun i það eftir þvi og fengið
nauðsynlegar leiðbeiningar ráðunauta þar að lútandi.
- Bændur hafi það i huga að vanda allan heyskap, þar eð ætið
borgar sig best að öðru jöfnu að köggla eins gott hey og
nýting heyforðans leyfir.
Öhætt er aö fullyrða aó bændur eru yfirleitt mjög skammt á
veg komnir i þessum efnum, þótt dæmi séu um hió gagnstæða.
IV. ___Nokkur orð um rannsóknir og leiðbeiningar varðandi
heykögglagerð
Þótt allnokkuó sé vitað um fóðrun með gras- og heykögglum,
er þó miklu fleira litt eða ekki þekkt. Of langt mál er að gera
þessu skil i smáatriðum. Almennt má þó segja, að fóðrunarvirði
heyja, og þar með kjarnfóðurigildi þeirra, aukist við kögglun.
Þá er nokkuð ljóst að bæöi átgeta og fóðurgildi a.m.k. til vaxtar