Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 137
-129-
þeirra, sem sýna fram á hver reginmunur er á eðli heyköggla- og
graskögglaframleiðslu. Þó svo að hráefni til graskögglagerðar
sé, eða a.m.k. eigi að vera jafnbetra en í heykögglatilfellinu, á
varan oftast að geta verið sambærileg.
Fleiri atriði verða ekki tilfærð nú i þessu sambandi, en
þessi þrjú nægja til að sýna fram á afgerandi heimaöflunargildi
heykögglunar, en þessi framleiðsla á eftir að batna og verða mun
ódýrari en nú, ef hún fær að njóta þeirra þróunarmöguleika sem
við blasa.
Af framansögðu má ljóst vera, að framleiðslukostnaður
umframheyja, heyja til kögglagerðar, veróur hverfandi, þótt
eðlilegt sé aó reikna inn áburðarkostnað þegar sérstaklega er
stefnt á fyrningar til kögglunar.
Með þessum rökum má reikna verð pr. kg eða á FE út frá
kostnaði við kögglun og aukalegum áburðarkostnaði en litið sem
ekkert fram yfir það. Með þessu móti stefnir i
framleiðslukostnað á u.þ.b. 4-5 kr. pr. kg eóa 6-8 kr. pr. FE i
sæmilegum heykögglum á núvirði með fyrrgreinda þróun i huga.
2. Nokkur umhugsunarefni.
Þó svo að framleiðslukostnaður og vörugæöi eigi enn eftir að
batna hjá öllum verksmiðjunum benda likur ótvirætt til þess, að
bændur séu yfirleitt ánægðir með árangur þessarar þjónustu og
telji sig hafa nokkurn hag af.
Liklegt má telja að verð á kögglað kg viö fullþróaðar
aðstæður gæti verið a.m.k. á bilinu 1-3 kr minni en verið hefur
til þessa. Má fullyrða að eigendur hafi þó sist verið ofhaldnir
- fremur hið gagnstæða flestir (Sjá "hagkvæmnimörk" á mynd 1).
Það sem hér er verið að segja, er aö seljendur og kaupendur
þessarar þjónustu hafa i raun verið að greiða sameiginlega
u.þ.b. 1-2 kr á kögglað kg i hreinan þróunarkostnað. Varlega
áætlað gæti þetta átt við um 15000 tonna framleiðslu frá
upphafi, eða a.m.k. um 20 millj. kr. á núvirði.
Þessi starfsemi og útkoma úr henni er auðvitaó fyrst og
fremst á ábyrgð þessara aðila. Hins vegar má spyrja, þegar þeir
hafa með þrautseigju sinni látið þjóðfélaginu i té verðmæti, sem
i krónutölum jafngildir 3-4 nýjum og þróuðum heykögglasamstæðum,
og sýnt meó þvi hvað hægt er að gera, hvort ekki sé timi til