Ráðunautafundur - 15.02.1987, Síða 139
-131-
þessar 5 færanlegu heykögglaverksmiðjur samkvæmt þekkingu og
hæfni þeirra, sem mesta reynslu hafa á þvi sviði og ýta þannig
við þróun þessarar tækni svo um munar (sjá mynd 1)
Sagt er enn "það er annars merkilegt og varla einleikið,
hversu glámskyggni manna virðist fara vaxandi á gildi eigin
auðlinda því nákomnari þeim sem þær eru".
Er furða þótt þvi sé velt fyrir sér, hvort menn þekkja
almennt orðið hvorki haus né sporð á hugtakinu i yfirskrift
þessarar ráðstefnu - heimaöflun.
VI. Lokaorð
Það hefði áreiðanlega verið i meira samræmi við tilgang
þessa fundar og mörgum fremur að skapi að erindi um heyköggla
hefði höfðað meira til visindalegra niðurstaðna um notagildi
sliks fóðurs. En bæði er, i fyrsta lagi að undirritaður hefur
reynt að gera slikt áður, auk þess sem nýjar innlendar niðurstöður
liggja ekki fyrir, eins og fram hefur komið. 1 annan stað hefur
það litið upp á sig að vera að rannsaka innlenda vinnsluvöru,
þegar svo er að búið, aó það geti þá og þegar orðiö timaspursmál
hvenær framleiðendur hennar leggi upp laupana fyrir fullt og
allt.
Þar sem svo vill til, aó höfundi er ekki alls kostar sama um
örlög téðrar starfsemi og fundarnefndin var svo vinsamleg aö gefa
honum frjálsar hendur i umfjöllun sinni um fyrirbrigðið
heyköggla, þá stóðst hann ekki þá freistingu, frekar en aðrar, að
gera praktisk framtiðarvandamál þessarar framleiðslu að
umræðuefni með fyrrgreindum hætti.
Eins og stundum áður, hverju sem það sætir, má búast vió að
einhverjum þyki höfundur taka nokkuð djúpt i árinni á stöku
stað, sé fullyrðingaglaður, jafnvel ýkinn OiS.frv.
Eigi nennir undirritaður að karpa um það, en vill benda á að
ómótmælanlega er varfærni sist minni þáttur i málflutningi hans,
þótt fáir átti sig e.t.v. á þvi. Eins og allir sjá, leiða
slikar andhverfur óhjákvæmilega til þess að fyrirlesturinn er
staðreyndin uppmáluð að meðaltali, en gegn gildi meðaltalsins i
rökræðum á Islandi ganga menn sist af öllu eins og kunnugt er.
á þessum grundvelli vill höfundur að lokum leggja fram eina
alvarlegheita tillögu i nafni téðra staðreynda. Vandamálið er