Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 148
-140-
V. Meltur
Fisk- og sláturúrgang má nýta sem fóöur. Auóveldast er
að súrsa úrganginn meö því aö blanda i hann 2-3 %, lifrænni
sýru t.d. maurasýru, blöndu af maurasýru og propionsýru eða
blöndu af lifrænum og ólifrænum sýrum'. Viö þetta fást
meltur og geta þeir bændur sem aögang hafa aó fiskúrgangi
t.d. grásleppu eóa slógi, auöveldlega búió til fiskmeltur.
Nokkrar greinar hafa á undanförnum árum birst um meltugerö
og visast til þeirra um nánari vinnsluaðferöir (Sigurjón
Arason 1982a,b, 1984, Sigurjón Arason o.fl. 1984). Einnig
hefur töluvert veriö rætt og ritaó um fóðrun á fiskmeltum
(Ólafur Guðmundsson 1981, 1985).
Fiskmeltur eru góöir próteingjafar (2. mynd b) og hafa
reynst vel i fóðrunartilraunum með jórturdýr hér á landi
(Ólafur Guómundsson o.fl. 1979, Sveinn Runólfsson o.fl.
1984) og erlendis, ef þær eru gefnar innan skynsamlegra
marka og passaö aö gefa nægilega orku meö. Einnig hefur
komiö i ljós aö melta nýtist ekki ef hún er gefin meó
votheyi án sérstaks orkugjafa (Bragi L. Ólafsson, o.fl.
1986). Mikill hluti próteinanna brotnar nióur i peptióa og
aminosýrur við meltuvinnsluna og leysast þau auóveldlega upp
i vömbinni og nýtast þvi verr en t.d. prótein i fiskimjöli.
Það er þvi ekki rétt aö reikna almennt meó meira en 80 %
próteinnýtingu borið saman viö gott fiskimjöl. Liffræóilegt
gildi próteinanna i óuppleysta hluta meltanna er hátt, en
lægra i uppleysta hlutanum. Þó hafa báðir hlutarnir reynst
vel handa ungviói og einmaga dýrum, einkum ef niðurbrotinu
er stjórnaó meó notkun sérstakra efnahvata (ensima). Hægt
er aó koma i veg fyrir nióurbrot vió meltugeróina á
mismunandi timum meö upphitun og/eða formaldehýói. Þvi
miöur er lýsió i meltunni oft ofmetió sem orkugjafi vió
útreikning á fóðurgildi. Best er aö ná eins miklu af þvi
burt og hægt er, bæði vegna þess hversu misjafnlega þaö
nýtist, vegna geymsluerfiöleika og vegna neikvæóra áhrifa á
afurðir.