Ráðunautafundur - 15.02.1987, Side 159
-151-
Tafla 2. Efnainnihald nokkurra fóðnrtegunda sem ekki
eru í töflu 1.
Fóður Þurrefni % Kg fóðurs i FE % i ourrefni
Prótein Fita Aska
Þorskmjöl* 92,8 1,13 69,7 4,1 24,6
Loðnumjöl* 91,7 0,88 74,2 11,4 11,3
Slógmelta* 21,2 3,58 69,8 15,8 9,7
Grásleppumf 14,7 3,51 54,8 38,4. 6,8
Hvalmelta* 29,0 1,57 44,1 50,4 5,5
Kartöflur** 19,0 5,30 9,5 0,2 6,6
Kartöflur** 22,0 4,50 8,9 0,5 5,5
* "Nýting á innlendu hráefni í fóðurframleiðslu" ð.G., 1982.
** "Förmidler og förkonservering", K. Breirem, T. Homb, 1970.
II. Fóður úr mjólkuriðnaði
Undanrenna og áfir. Þetta eru likar fóðurtegundir,
aðalmunurinn sá, að áfirnar hafa nokkru meiri fitu, en minni
mjólkursykur og prótein. Mönnum hættir oft við að ofmeta
fóðurgildi nýmjólkur, en vanmeta fóðurgildi undanrennu og áfa.
Raunin er þó sú, að áfir og undanrenna eru síst verra fóður, því
að nýmjólkin hefur aðeins mjólkurfeitina fram yfir. Mesta
fóðurgildi mjólkur og mjólkurafurða liggur i próteininu og
steinefnum. Undanrenna er eitt allra besta svinafóður, sem
þekkist. Undanrenna er auðmeltanleg og bragðgóð og eykur mjög
átlyst svinanna. Undanrennan er próteinrik og próteinið er i
hæsta gæðaflokki hvað varðar lifsnauðsynlegar aminósýrur. Auk
þess er mikið magn af nauðsynlegustu steinefnunum og
vatnuppleysanlegu vitaminunum, ei'nkum ribóflavin, i undanrennu.
Ef reiknað er með að þurrefnisinnihald undanrennu sé ca. 9%, þá
þarf 8 litra af undanrennu i hverja FE. Ef undanrenna er notuð
sem svinafóður, er nauðsynlegt að setja i hana mjólkursýrugerla