Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 160
-152-
til þess aó koma i veg fyrir að hún verói blásúr. Blásúr undan-
renna virkar sem eitur á smágrisi og veldur niðurgangi og öórum
meltingartruflunum hjá eldisgrisum og gyltum. Reynslan hefur
sýnt, aó grisir sem fá aðeins 1 kg af undanrennu á dag, þrifast
og dafna betur en ella, sérstaklega þar sem aóbúnaður og
húsakynni eru léleg. Ef hægt er að fá undanrennu á hagstæóu
verói, þá er vel forsvaranlegt aö gefa eldissvinum 2,5-3 kg,
fangfullum gyltum 2-3 kg og gyltum meö smágrisum 6-9 kg á dag.
Undanrennuduft. Undanrennuduft er eitt besta próteinfóður,
sem völ er á. Einkum handa smágrisum og eldissvinum fyrri hluta
eldisskeiðsins. Undanrennuduft inniheldur ca. 30% hráprótein,
þannig að ca.100 g af undanrennudufti hefur sama næringargildi og
1 kg af undanrennu.
Mysa. Mysan er þurrefnasnautt fóður og við venjulegar
aðstæður er þurrefnisinnihald mysu aðeins 5%. Próteinið i mysu
er i mjög háum gæðaflokki hvað varðar innihald af
lifsnauðsynlegum aminósýrum og einnig er mysan auðug af
B-vitaminunum ribóflavin og pantótensýru, sem eru mjög verðmæt
efni sérstaklega fyrir smágrisi og eldissvin.
Ef þurrefnisinnihald mysunnar er 5%, þá þarf 15,8 kg af mysu
i 1 FE. Vegna þess hversu þurrefnissnauð mysan er, verður öll
notkun hennar sem fóður mjög dýr, nema þvi aðeins að svinabúið sé
staðsett nálægt mjólkurbúi. Mysuna er hægt að nota bæði súrsaða
og i fersku formi. Ef súrsa á mysuna, sem er sjálfsögð
varúðarráóstöfun ef gefið er mikið magn, þá er talið nægilegt að
blanda 1-2 litrum af maurasýru i eitt tonn af mysu. Hægt er að
auka þurrefnisinnihald mysunnar úr 5% i um 20-25% með svokallaðri
öfugri ósmósu-aðferð og er sú aðferð tiltölulega ódýr. Ef auka á
þurrefnisinnihald mysunnar meira en 20-25%, verður að gera það
meö eimingu eöa þurrkun, sem er mjög orkufrek aðferð og varla
hagkvæm til framleiðslu á dýrafóðri, nema við sérstakar aóstæður.
Ef flutningskostnaður og annar kostnaður við að nota mysu
sem fóóur er lágur, þá er talið hagkvæmt að gefa gyltum og
eldisgrisum, sem náö hafa 40-50 kg þunga, 10-12 litra af mysu á
dag.