Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 163
-155-
III. Fóður úr sjávarafla
Fiskimjöl. Fiskimjöliö er framleitt með mismunandi aöferóum
og fara fóöurgæði þess eftir hráefninu, sem unnið er úr, og
framleiðsluaðferðinni.
Sem próteinfóður er gott fiskimjöl mjög gott fóður og eitt
það besta sem völ er á. Hvað varðar amínósýrusamsetningu
lifsnauðsynlegra■ amínósýra, þá er mjólkin eina fóðrið, sem er
betra hvað þetta atriði varðar. Gott fiskimjöl er auðugt af
steinefnum og inniheldur meira af selen en annað próteinfóður.
Helstu ókostirnir við fiskimjöl eru oftast hátt innihald af
ómettaðri fitu, sem spillt getur bragðgæðum og lit flesksins.
Vegna áhrifa á bragðgæði og lit flesksins er fiturikt fiskimjöl
algjörlega óhæft handa eldisgrisum siðustu mánuðina fyrir
slátrun. Handa gyltum, smágrisum og aligrisum fram að 40-50 kg
þyngd er gott fiskimjöl eitt allra besta próteinfóður, sem völ er
á.
Meltur úr slógi og fiskúrgangi. í siöustu áratugum hefur
verió mikill áhugi á að nýta slóg og fiskúrgang sem fóður handa
búfé einkum á Norðurlöndum og i V-Evrópu. Framleiddar hafa verið
svokallaðar meltur með þvi að blanda úrganginn 2-3% maurasýru.
Aðalvandamálið við að nýta slóg og fiskúrgang sem fóóur er, að
efnainnihald meltanna hefur verið sveiflukennt eftir tegund og
gæðum hráefnisins. Einkum er það sveiflukennt og hátt
fituinnihald meltanna, sem komið hefur i veg fyrir mikla notkun
þeirra handa svinum. Auk þess hefur verð á meltum verið svo hátt
aó ekki hefur borgað sig að nota þær i stað þeirra fóðurblandna,
sem eru á markaónum. Hafa verður i huga að það þarf um 3,5 kg af
meltu i FE. Einnig að flutningskostnaður og vinna við fóðrun er
mun meiri, ef gefin er melta i stað fóðurblandna.
Meltur eru góóur próteingjafi (tafla 2) og hafa reynst vel i
fóðurtilraunum meó jórturdýr. í norskum og enskum fóðurtilraunum
með sláturgrisi (Luscombe 1973, Hanssen 1980 og Aas 1982) hafa
slógmeltur reynst vera hæfur próteingjafi handa sláturgrisum bæði
hvaó varðar meltanleika og næringargildi. Norsku tilraunirnar
sýndu, að meltur með tiltölulega háu fituinnihaldi hafa áhrif á
fitu . og kjötgæði sláturgrisanna, þannig að lýsisbragð myndast og
sýrustigsbreytingar verða i kjötinu. Svipaðar niðurstöóur hafa