Ráðunautafundur - 15.02.1987, Side 164
-156-
fengist í dönskum fóðurtilraunum meó meltu. Þessar
tilraunaniöurstööur sýna aö ekki er hægt að mæla meó notkun meltu
sem'fóður handa sláturgrisum fyrr en tekist hefur að framleiða
fitusnauðar, staðlaöar meltur á viðunandi veröi. Miklar likur
eru taldar á að þetta takist i nánustu framtið þvi viða erlendis
er stöðugt unnið að hönnun á hentugum tækjum til framleiðslu á
fitusnauðum og stöóluðum meltum. Benda má á, að ýmsar
fisktegundir, sérstaklega fitusnauðar, eru ágætt fóður handa
fullorðnum svinum og eldisgrisum þar til 40-50 kg þunga er náð.
Ef fiskur er gefinn i rikum mæli, þá verður að sjóða hann, þvi að
i sumum fisktegundum er efni sem eyðileggur B — vitamin (thiamín).
Við suóu eyðileggst þetta efni.
IV. Fóður úr sláturhúsaúrgangi
Kjötbeinmjöl. Kjötbeinmjöl er framleitt úr sláturhúsaúrgangi
og skepnum, sem ekki þykja hæfar til manneldis. Liffræðilegt
gildi próteins i kjötbeinmjöli er fremur lágt og mjög breytilegt
eftir þvi úr hvaða hráefni kjötmjölið er unnið. Kjötbeinmjöl er
mjög steinefnarikt og er þvi mikið notað með sojamjöli sem
próteinfóður i svinablöndum. Kjötbeinmjöl inniheldur oftast
allmikla fitu 6-8%, vegna þessa er hætt við þránun i mjölinu, ef
ekki eru sett efni i kjötbeinmjölið, sem hindra þránun fitunnar.
Talið er, að hægt sé að nota 3-5% af kjötbeinmjöli i
fóðurblöndur eldisgrisa og 5-10% i gyltufóóurblöndur.
Kjötbeinmjöl er talið óhæft i smágrisablöndur.
Blóðmjöl. Blóðmjöl er mjög auðugt af próteini, um 75%
hráprótein. Liffræóilegt gildi próteins i blóðmjöli er lágt, þvi
að það inniheldur litið magn af lifsnauósynlegu aminósýrunum
methionin, cystin og tryjotofan. Talið er hæfilegt að nota um 3%
af blóðmjöli i fóðurblöndun.
V. Túnbeit, nýslegið gras, hey, vothey og grasmjöl
Spara má allmikió af innfluttu fóðri með þvi að nota þessar
fóóurtegundir einkum handa gyltum á meógöngutimanum, og
fullorðnum göltum. A meðgöngutimanum er hægt að gefa gyltum
flest venjulegt fóður þvi aó á þessu timabili er næringarþörfin