Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 165
-157-
lítil miðað við átlyst og stærð gyltunnar. Spara má allt að 1 kg
eða 1 FE af fóðurblöndu á dag með þvi að gefa gyltum á þessu
timabili t.d. grænfóður, vel verkað vothey ^(pH undir 4,0) eða
grænverkaða töðu. Mikilvægt er aó grasið sé slegið snemma eða
fyrir blómstrun, þvi að þá er það næringarrikt og auðugt af
vitaminum og steinefnum. Nýslegið gras, velverkað hey og vothey
er einnig mjög gott fóður handa mjólkandi gyltum og eldisgrisum.
Túnbeit. Viða erlendis er gyltum beitt á meðgöngutimanum.
Hæfilegt er talið að gefa gyltum 1/2-1 kg af fóðurblöndu með
beitinni, ef nóg er af ungu og næringarmiklu grasi. I stað
fóðurblöndu má alveg eins gefa gyltunni meó beitinni 2-4 kg af
soðnum kartöflum ásamt 50-100 g af góðu sildarmjöli á dag. Komið
hefur i ljós að gyltur, sem gengið hafa á beit, eru
heilsuhraustari. en þær sem hafa verið inni allt sumarið. Ekki er
talið ráðlegt að beita gyltunum fyrr en 1 til 2 vikur eru liðnar
frá fangdegi. Athuganir hafa sýnt að frjóvguð egg festast ekki i
legi gyltunnar fyrr en 1-2 vikur eru liðnar frá fangdegi og þess
vegna er mikilvægt að gyltur verði ekki fyrir neinu óþarfa
hnjaski á þessu timabili.
I stað beitar má allt eins gefa gyltunum nýslegið
næringarrikt gras. Reikna má með að i 1 FE sé um 5-6 kg af
grænfóðri, 6-7 kg af velverkuðu votheyi og um 1,7 kg af
grænverkaðri töðu.
Vothey. Eins og getið er hér að framan má spara allmikið af
innfluttu fóðri með að nota vothey i þess staó. Mikilvægt er að
einungis sé notað snemmslegið og næringarrikt gras i^ vöthey sem
nota á handa svinum. Gyltum á meógöngutima og fullorðnum göltum
má auðveldlega gefa 6-7 kg af góðu votheyi á dag og spara þannig
1 kg af fóðurblöndu. Ekki er talið ráðlegt aó gefa gyltum, sem
smágrisir ganga undir, meir en 3-4 kg af góðu votheyi á dag, þvi
þá er næringarþörfin oft mikil miðuð við átlyst og stærð
gyltunnar. Af sömu ástæðu er ekki mælt með að gefa eldisgrisum
meira en 1/2-1 kg af votheyi á dag.
Grasmjöl. Grasmjöl úr snemmslegnu grasi inniheldur mikið af
karótini, E-vitaminum og B-vitaminum. Trénisinnihald er allhátt
og fer að sjálfsögðu eftir þroskastigi grasanna. Grasmjöl er