Ráðunautafundur - 15.02.1987, Síða 167
-159-
kartöfluúrganginn. Þar af leióandi er einungis hægt að ráðleggja
bændum, sem stunda kartöflurækt ásamt öðrum búskap, og þeim, sem
geta fengið kartöfluúrgang með litlum tilkpstnaði, að nota
kartöfluúrgang sem fóður.
Soðnar kartöflur, nýsoðnar eða súrsaðar, eru mjög gott fóður
handa svinum. Soðnar kartöflur eru auðmeltar og bragðgóóar og
hafa góð áhrif á fleskgæðin. Kartöflur innihalda mikla sterkju
en lítið af próteini, steinefnum og A-vitamini. Þess vegna er
nauðsynlegt að gefa fóður, sem auóugt er af próteini, steinefnum
og vitaminum með kartöflum, ef forðast á alls konar kvilla, svo
sem lélega átlyst, litinn vaxtarhraða, krampa og lömun.
Nauðsynlegt er að sjóða kartöflur, ef nota á þær handa
svinum, þvi að i safa úr hráum kartöflum er efni, sem hefur
óheppileg áhrif á efnaskipti hjá svinum. Við suðu eyðileggst
þetta efni.
Tafla 5. Samanburður á soðnum og hráum kartöflum handa
svinum (danskar tilraunaniðurstöður).
Soðnar kartöflur Hráar kartöflur
% af fóðri 20 19
FE á gris á dag 2,25 1,68
Vaxtarhraði á dag, g 598 320
Aldur þegar grisinn er 90 kg, dagar 187 289
FE á kg vaxtarauka 3,77 5,20
Af töflu 5 sést að nauðsynlegt er aó sjóða kartöflur, ef
nota á þær sem svinafóóur. Einnig aó þaö tekur erlendan
svinabónda 187 daga að ala upp 90 kg sláturgris ef 20% af
heildarfóðrinu eru soðnar kartöflur, en ef kartöflurnar eru ekki
soðnar tekur samskonar uppeldi 289 daga. Mismunur 102 dagar.
Tilraunir og reynsla svinabænda erlendis hefur leitt i ljós, aó
soðnar kartöflur geta verið allt að 60% af heildarfóórinu. Hægt
er að gefa eldisgrisum, 85-90 kg þungum, allt að 7-8 kg af soðnum