Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 181
-173-
hreyfingu eykst orkuþörf um 65-70%, sem eru um 2,1-2,4 FE
(R.M.Jordan 1977) . Að þessu ber að huga þegar menn eru á
ferðalögum þar sem hagar eru rýrir.
Próteinþörf breytist ekki að ráði við notkun hjá
fullþroskuðum hestum, þó tapast eitthvað af próteini sem
köfnunarefni i svita og einnig verður einhver aukning og
endurnýjun á vöðvum. Aukinni þörf fyrir prótein er alltaf
fullnægt með auknu fóðri til að fullnægja orkuþörfum. Hryssur á
siðasta fjórðungi meðgöngutima þurfa um 20% meira prótein heldur
en til viðhalds og á siðasta mánuði meðgöngu um 30% meiri orku.
Varðandi steinefnin, er mikilvægt að gefa nóg af kalsium og
fosfór, sérstaklega ungum hrossum i vexti og folaldsmerum.
Hlutföll þessara efna eiga að vera sem næst 1,5:1 en hlutfall
fosfórs má aldrei vera hærra en kalsiums(M.E.Ensminger 1972).
Einnig þarf að ganga úr skugga um að þörfum sé fullnægt fyrir
önnur stein- og snefilefni, t.d. með sérstökum stein- og
snefilefnablöndum. Salt er nauðsynlegt aö hafa hjá reiðhestum og
er gott að þeir hafi frjálsan aögang að þvi, jafnt sumar sem
vetur. Saltþörf eykst verulega við það að hesturinn svitnar en
saltið er mikilvægt fyrir vökvajafnvægi likamans. Þörfum fyrir
A- og D-vitamin má t.d. fullnægja með lýsisgjöf. Yfirleitt er
ekki talið að sérstakar áhyggjur þurfi að hafa af B-vitaminþörf
hrossa, en þó getur verið gott að gefa aukinn skammt af thiamini,
ef um mikla notkun er aö ræöa. Hafa ber þó i huga að of mikil
vitamingjöf getur verið skaðleg.
IV. Nýting fóðursins
Fóðri má i aðalatrióum skipta i þrennt þ.e. gróffóður,
orkugjafa og próteingjafa. Mikilvægt er að þekkja vel eiginleika
þess fóðurs sem notað er þ.m.t. orku- og efnainnihald.
Rannsóknir á nýtingu fóðursins hjá hrossum eru mun styttra á veg
komnar heldur en hjá jórturdýrum. Svo virðist vera að sé hrossum
gefið hátt hlutfall af kjarnfóðri, þá likist meltingin þvi sem
gerist hjá öðrum einmaga dýrum, en við hátt trénishlutfal1 verður
meltingin meira i likingu við það sem gerist hjá jórturdýrum
(D.W.Robinson og L.M.Slade 1974). Meltanleiki sömu fæðutegunda
er svipaöur hjá hrossum og nautgripum þegar tréni er undir 15% i
fæðunni (H.F.Hintz 1969). Þegar trénið er oröið hærra, lækkar