Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 184
-176-
V. Innifóðrun
Vióast hvar eru reiðhestar hafóir inni að meðaltali 6 mánuði
(5-7 mán.) á ári. Á þessum tíma eru hros$in yfirleitt í stöóugri
notkun og verður að haga fóðrun og hirðingu samkvæmt því.
Húsakynni eru á flestum stöóum vel viðunandi, en til þess aó
aóbúnaóur geti talist fullnægjandi Verður að vera ferskt vatn i
boói allan sóiarhringinn, góð loftræsting en þó ekki trekkur,
húsin þurr og björt. og básarými nóg til þess að hesturinn geti
lagst meö góðu móti.
Þegar hrossin eru tekin á hús veróur að varast snöggar
fóðurbreytingar. Þá er best aö gefa þeim lakasta heyió fyrst
u.þ.b. 3,5 FE á dag. I meóalgóóu heyi eru um 0,5-0,6 FE/kg og
þarf þá hesturinn 6-7 kg af heyi á dag. Orkuþörfin eykst um leið
og farið er að brúka hestinn eins og sést i 1. töflu.og verður þá
að auka við fóðrið, annað hvort meó heyi, graskögglum eða
kjarnfóðri.
Þar sem gefið er kjarnfóður er æskilegt að byrja i litlum
mæli, en auka siðan við skammtinn þar til fullum fóðurstyrk er
náð, en það er um sama leyti og hesturinn er kominn i mesta
notkun. Misjafnt er hvernig kjarnfóður er notað, en flestir gefa
það i litlum mæli með heyi. Einnig væri hægt að gefa kögglað
heilfóður án heygjafar, þar sem undirstaðan er grófmalað
gróffóður. Oft veldur heyleysið þó eirðarleysi hjá hrossunum.
Heilfóður fyrir hross er ekki á markaði hér og við athugun meðal
hestamanna á Reykjavikursvæðinu kom i ljós að ef gefinn væri
kostur á þvi, þá treysti enginn sér til að nota það, nema i
undantekningartilfellum t.d. fyrir heysjúka hesta og i stuttan
tima fyrir kappreiðahesta. Heilfóður þarf þó að vera á
boðstólum.
Engar ákveönar reglur eru til um þaö hvernig haga skal
hlutföllum fóðurtegunda i heildarfóðrinu. Aðalatriðið er að
fóörió uppfylli lágmarkskröfur um næringargildi. Þaö ræðst sióan
af gæðum heyjanna og verði á einstökum fóðurtegundum hver
samsetning fóöursins er hverju sinni. Til þess að fá sem besta
nýtingu á fóðrinu er gott að gefa 2svar-3svar á dag.