Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 185
-177-
VI. Beit
Beitartímanum má skipta i sumarbeit og haustbeit. Mikilvægt
er aö nægur gróður sé kominn þegar hrossin eru sett á sumarbeit,
þvi þaó er afgerandi fyrir nýtingu beitilandsins og hversu mörgum
hrossum má beita á landið. I venjulegu árferói er sumarbeit frá
byrjun júni fram i september, en haustbeit þaóan i frá og þar til
hrossin eru tekin inn. Á sumrin eru hrossin oft i notkun, en á
haustin eru þau oftast hvild.
Beitilönd eru mjög misjöfn. Hross sækjast meira eftir
heilgrösum en hálfgrösum. Þau bita þvi frekar þurrlendi en
votlendi og áborið land fremur en óáborió (Magnús ðskarsson
1982) . Þannig að hætta er á misnýtingu landsins i blönduðum
gróðurlendum. Gróður þolir beit misvel og eftirsóttar
beitarplöntur geta horfið úr landinu, sérstaklega i þurrlendi,
sem þolir beit siður en votlendi. Við þetta verður haglendi
rýrara og fóórunargildi gróðursins lækkar eftir þvi sem
beitarálagið vex.
Hægt er að auka beitarþolið með áburðargjöf. Það borgar sig
þvi þegar til lengri tima er litið að bera á hrossahaga, þar sem
landrými er takmarkað, heldur en að láta landið ganga úr sér.
Þvi auk þess að skemma landið, getur ofbeit valdið vanfóðrun
(Ölafur Guðmundsson 1981,1985), ormasmiti (Matthias Eydal 1981,
1982) og hrossin verða illa búin undir haustbeit i næringarminni
högum á veðrasömum haustdögum. Einnig er rétt aó hafa i huga að
það skaðar ekki beitilandið þó það sé ekki allt nauóbitið vió lok
beitarinnar (Ölafur Dýrmundsson 1984).
Hross bita meiri gróöur miöað við eigin þunga heldur en
jórturdýr. Þetta skapast eflaust vegna ööruvisi beitarmáta,
hraðara flæðis i gegnum meltingarveginn og lengri beitartima á
sólarhring (G.W.Arnold og Mc.Dudzinski 1978), svo og fleiri
þátta sem ræddir voru fyrr i þessu erindi. Þau hafa þvi mikla
eiginleika til holdasöfnunar og þrifast oft vel þó haginn sé
nokkuð þröngsetinn og á góðu beitarlandi geta þau þyngst mikió
(ðlafur Guðmundsson Sigrún Helgadóttir 1980, Ölafur
Guömundsson 1981,1985), þvi á sumrin er þeim eiginlegt að safna
holdum ef þau hafa nóg að bita og brenna. Margir hrossaeigendur
eru litt hrifnir af þessu og ofbeita þvi margir til að koma i veg
fyrir þyngingu meó áóurnefndum afleiðingum.