Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 192
-184-
búfénu, þegar um beit er að ræða. Auk þess eru þeir þættir sem
tengjast búfénu yfirleitt þeir sömu við beit og innifóðrun og
verða því ekki ræddir hér.
Hér verður stiklað á stóru og aðeins ræddir nokkrir þættir
sem varða gæði og sprettu, enda líffræði svarðarins mjög flókin
og væntanlega rædd fyrr á þessum fundi.
Línulegt samband er á milli átgetu og meltanléika sömu
plöntutegunda í einstökum tilraunum (J. Hodgson 1977, D.J. Minson
1982). Þetta samband er þó alls ekki eins einfalt og ætla
mætti, því taka verður tillit til uppskeru, byggingar og
meltanleika grasanna, en allir þessir þættir breytast stöðugt
t.d. eftir þvi sem þroski grasanna eykst. Breytingarnar eru
háðar innbyrðis og auka því áhrif hver annarrar. Petta þýðir að
ýmsir þættir sem tiltölulega auðvelt er aó mæla s.s. uppskera,
meltanleiki, hæð og þéttleiki gróðurs, eru oft lélegir
mælikvarðar á átgetu og gróðurnýtingu einir sér. Ekki er heldur
hægt aó nota niðurstöður úr rannsóknum á innifóðrun eða innibeit
til þessara hluta vegna þess að þær taka fekki tillit til ástands
beitilandsins. Tilraunir meó innibeit.er aftur á móti hægt að
nota við rannsóknir á einstaka næringarfræðilegum þáttum
beitarinnar.
Yfirleitt er næringargildi plantna sem skepnurnar bita meira
en þess gróðurs sem í boði er (G.W. Arnold 1981, J. Hodgson
1982a, 1986). Þetta þýðir þó ekki að skepnurnar velji plöntur
eftir prótein og/eða orkuinnihaldi, heldur þaó að prótein og orka
eru oft tengd öðrum þáttum sem skepnurnar sækjast eftir t.d.
lifandi plöntum frekar en dauðum, ungum plöntum frekar en
fullþroskuðum og blöðum frekar en stönglum. Ætgeta byggist þvi
oft á eftirfarandi þáttum:
1. Hversu fljótt eða auðvelt er að éta plöntuna
(G.W. Arnold 198.1, J.Hodgson 1982a)
2. Hversu auðvelt er að komast að plöntunni
(J. Hodgson 1982a).
3. Hversu vel skepnunni líst á plöntuna
(G.W. Arnold 1981).
Astarjd grassvarðarins s.s. hæð, þéttleiki og óbein gæði
gróðursins, eru afgerandi fyrir hversu fljótt eða auðvelt er að
éta plönturnar. Þetta hefur síðan áhrif á stæró munnbita,
áthraóa (fjölda munnbita á timaeiningu) og beitartímann,
en