Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 193
-185-
allir þessir þættir ákvarða átgetuna (P.D. Pennig 1986) þar til
hungurhvötinni er fullnægt eða liffræðilegir þættir dýrsins
fara að takmarka átið.
Áhrif hæðar og þéttleika gróðurs á át eru samtvinnuð eins
og sést á 3. mynd. Eftir því sem gróðurinn veröur lægri
aukást áhrif þéttleikans og öfugt (J.L. Black og P.A. Kenney
1984). Minnki hæð eða þéttleiki plantnanna reynir skepnan að
halda jöfnu áti með því að auka áthraðann og/eða beitarhraðann,
en fari magnið þ.e. hæð sinnum þéttleiki niður fyrir viss mörk
dregur úr átinu (G.W. Arnold og M.L. Dudzinski 1967 a,b).
Þetta má þvi ummorða þannig að átið eykst upp að vissu marki
eftir því sem gróðurinn sem skepnurnar hafa auðveldan aðgang að
vex, og nær hámarki þegar það hættir að ákvarðast af
gróðurmagninu, en gæði og/eða liffræðilegir þættir taka við (4.
mynd). Að visu geta liffræðilegir þættir skepnunnar i vissum
tilfellum haft áhrif á átið áður en áhrif svarðarins fara að
vera takmarkandi en það er sjaldgæft.
Miklum hluta úthaga hér á landi, sérstakleg^ á hálendi, má
likja við mósaik. Þar skiptast á gróður og gróðutsnauð svæði.
Þessi svæði geta verió mjög misjafnlega stór, allt frá tugum cm
upp i hundruð m . Engin beit er á gróðurlausu svæðunum,. en þau
eru oft tekin með þegar meðaluppskera beitarsvæða er mæld.
Sérstaklega á þetta við um minnstu gróðurlausu svæðin. I þvi
tilfelli er þvi ekkert samhengi milli meðaltala fyrir uppskeru,
þéttleika né hæðar gróðurs og átgetu. Átgetan er aðeins tengd
þessum þáttum þar sem gróðursvörðurinn er svo til samfelldur.
Það er þvi mikilvægt að rannsaka átgetu á hverju gróðurhverfi
eða gróðurlendi fyrir sig. Sérstaklega er þetta mikilvægt i
sambandi vió útreikninga á beitarþoli úthaga út frá
gróðurkortum og þvi aðkallandi að hefja sem fyrst rannsóknir á
þessu sviði hér á landi.
Nokkrar yfirlitsgreinar hafa birst um þetta efni erlendis
á undanförnum árum (G.W. Arnold 1981, J. Hodgson 1976, 1977,
1979, 1982a, 1985, 1986) og er ráðunautum bent á þær til
frekari upplýsinga.