Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 203
-195-
ílftaverstilraunin var geró á ófrjóu mólendi með fremur litlum
kjörgróðri. Uppskera var langsamlega mest á framræsta mýrlendinu
i Kálfholti í Holtum.
íhrif beitarþunga á afurðir voru mikil i öllum ofangreindum
tilraunum (1. mynd). Mest eru áhrifin á uppskerulitlu landi, sem
oft er viðkvæmt fyrir beit. Breytingar á fjölda i högum hafa
hins vegar minnst áhrif á uppskerumiklu landi sem þolir beit
jafnframt best.
Fræöilega séð hefur beitarþungi engin áhrif á vaxtarhraóa ef
beit er mjög væg. Svo hefur þó sjaldnast verió i reyndinni,
hvorki i islenskum tilraunum né erlendum (Andrés Arnalds 1985).
Hæð skurðpunkta og halli lina sem eru notaðar til að lýsa
samhengi beitarþunga og afurða er háður mörgum þáttum. Má þar
nefna gæði gróðurs, sprettu, tegund gripa (ær, einlembingar,
tvilembingar, kyn), aldur lamba og mjólkurlagni áa. Af þeim
sökum eru áhrif beitarþunga jafn breytileg og raun ber vitni (sjá
nánar Andrés Arnalds 1985) .
Alltof litill gaumur hefur verið gefinn að þessu samhengi
beitarþunga og afuróa. Fjölgun fjár á búi eóa afrétti hefur
þannig i för með sér minni afurðir á hvern grip. Fækkun fjár,
eins og nú á sér stað, mun á sama hátt leiða til aukinnar
afurðasemi. Hve fljótt fer hinsvegar eftir ástandi
beitilandsins. Breytingar á fjölda sauðfjár hafa meiri áhrif á
hálendinu en i heimahögum. Mikilvægt er að eðlilegt jafnvægi sé á
milli fjölda fjár, sem gengur i heimalöndum og á afréttum. Sama
gildir um einstaka hluta beitilanda. Stjórna þarf beitinni.
Hross keppa við sauðfé um besta beitargróðurinn viða um
land. Ljóst er að ef beit er ekki skipulögð þeim mun betur verður
blönduð beit sauðfjár og hrossa til að skerða verulega afurðir
sauðfjárins. Ef samhengi beitarþunga og afuróa er þekkt er hægt
að meta hvaða toll hrossabeitin tekur af afurðum sauðfjárins og
gera hagkvæmnissamanburð.
III. Breytingar á vaxtarhraða frá vori til hausts
Samhengi beitarþunga og vaxtarhraöa er háð þvi hversu lengi
beitartiminn varir og hve lömbin eiga eftir að taka út mikinn
vöxt (Hodgson 1976). Hið beina samhengi, sem lýst var hér að