Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 209
-201-
landi, en þetta tvennt fer raunar oft saman. Hér á landi má
segja að tiðkist almennt beitarkerfi, sem félst í þvi að beita
fénu á tún að vori, i heimalönd eóa afrétt miðsumars og svo
einhverjum hluta lamba á ræktað land fyrir slátrun. Litlar
rannsóknir hafa hins vegar farið fram á þvi hvernig best er aó
haga beit i samræmi vió breytingar, sem verða á gróðri yfir
sumarið.
Hér á landi hefur rannsóknum á beitarkerfum sáralitið
verið sinnt, gagnstætt þvi sem gerist erlendis. Er þaó miður
þvi sumarbeitin er liklega sá þáttur sem mest takmarkar auknar
afurðir. Beitartilraunir, sem geróar hafa verið, hafa
yfirleitt mióast við hefóbundna tilhögun beitar, þ.e. nýtingu
afrétta eóa heimalanda með samfelldri beit sumarlangt. Við
slika beitarhætti er ekkert tillit tekið til þeirra miklu
breytinga, sem veróa yfir sumarið á þroskaferli gróðurs, magni
og gæðum gróóurs, fóðurþörfum fjárins og áhrifum beitarþunga.
Miklar og gagnmerkar nióurstöður hafa samt fengist úr þessum
tilraunum og hafa þær komió að góðum notum á ýmsum sviðum. Þaó
er hins vegar nokkuó til i gagnrýni sem kemur fram i hugvekju
sem Ragnar Eiriksson skrifaði i Frey 1984 um skipulagða
hraðbeit. Þar er bent á að tilraunirnar hafi ekki leitt til
nægra leióbeininga um þaó hvernig best sé að haga beitarmálum
með tilliti til afurða.
Beit sauðfjár á ræktað land er litil nema vor og haust, en
þá skiptir hún hinsvegar verulegu máli. Beit á áborinn úthaga
eóa tún er nauðsynleg til að brúa hió viðkvæma bil sem myndast
milli gjafar og nægrar sprettu i úthaga. Beit á ræktað land er
einnig mikið stunduð siðla sumars til að viðhalda vexti hjá
lömbum eftir að gæöum úthagagróóus fer að hraka (Sjá erindi
ðlafs Dýrmundssonar hér á eftir). Á vorin er þaó magn gróðurs
sem er mest takmarkandi en á haustin gæðin. Við áburðargjöfina
breytast magn, gæði og þroskaferill gróðursins. Þessir þættir
hafa mikil áhrif á afurðir, sem gerir sérstakar kröfur til
skipulags beitarinnar.
Þrátt fyrir mikinn uppskeruauka af völdum áburðar (Andrés
Arnalds o. fl. 1980) virðist sumarbeit sauðfjár á áborinn
úthaga ekki álitlegur kostur enn sem komið er. Tilraunir hafa
gefið breytilegar niðurstöður, en yfirleitt hefur sumarlöng
beit á ræktað land eða áborinn úthaga ekki aukið fallþunga ef