Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 210
-202-
mióað er við beit á óræktaó land. Petta kemur í sjálfu sér
ekki á óvart. Megin sprettan kemur á sama tima og uppskera í
úthaga er í hámarki. Um mitt sumarið er litil.þörf fyrir þann
mikla uppskeruauka, sem áburðurinn gefur. Gróður þroskast
einnig snemma á ábornu landi sem beitt er samfellt, sem kemur
niður á gæðum gróóursins seinni hluta sumars. Ormasmit getur
jafnframt magnast upp við þrönga beit á ábornu landi (Sigurður
Richter 1977). Sumarlöng beit er að öllu jöfnu röng leið til
að nýta áborið land. Áborið land, ræktað eóa óræktað, á fyrst
og fremst að nota til að brúa bil i sprettu og gæðum gróðurs
vor og haust, eða á annan hátt i markvissum beitarkerfum.
Miklar breytingar eru að verða á beitarháttum i ýmsum
erlendum sauófjárræktarlöndum. Þar er i vaxandi mæli farió að
hólfa beitilönd nióur með rafgirðingum og beita hólfin til
skiptis. Beitarkerfin eru margvisleg, en gera öll kröfur til
þess aó landið sé frjósamt þannig að reikna megi með
endursprettu. Beit er hafin þegar spretta telst næg til að
þola álagið. Þegar landið telst hæfilega bitió er féö flutt i
annað hólf. Hólfin eru höfð nægilega mörg til þess að féð geti
alltaf verið á gróöri sem er i endursprettu þegar kemur fram á
sumarið. Við islenskar aöstæður yrði nauðsynlegt að flétta
ræktað land, úthaga, áborinn úthaga og grænfóður saman i
heildar beitarkerfi. Markmið þess væri að fullnýta vaxtargetu
lambanna með þvi að tryggja þeim aðgang að miklum og góðum
gróðri allann beitartimann. I grein Ragnars Eirikssonar (1984)
um hraðbeit koma fram ýmsir kostir sem slik beit hefur fram
yfir þá samfelldu beit sem hér tiókast. Margt af þvi sem þar
er talið upp á við um islenskar aðstæður. Ekki skal farið
frekar út i þessa sálma hér. Á það er hins vegar bent að
stórauknar rannsónir á beitarkerfum hér á landi eru brýnar þvi
þær gætu skilaó miklum og skjótum arói.
VI. Niðurstöður
I grein þessari hefur verið fjallað um ýmsa þá þætti, sem
helst hafa áhrif á afurðir sauðfjár á sumarbeit. Efni þessu
verður gerð fyllri skil i grein sem birtast mun siðar á þessu
ári. Afurðir, og þar með megin hluti tekna af sauðfjárræktinni,
ræðst fyrst og fremst af magni og gæðum þess gróðurs, sem féó