Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 224
-216-
Meltanleiki grassins lækkar þegar bitið hefur verið ofan af þvi.
Sömu leiðis laekkar meltanleikinn þegar líður á sumariö. Átgeta minnkar
með lækkandi meltanleika. Því þarf að fylgjast meó þroskastigi beitar-
gróðursins og slá ofan af honum, ef hætta er á, að hann hlaupi í punt og
spretti úr sér.
Nautgripir velja sér gjarnan svæði til beitar, en plokka ekki einstakar
plöntutegundir eða plöntuhluta eins og sauðfé. Beitarsvæði þeirra einkennast
þvi oft af þvi, aó stór svæói eru skilin eftir óbitin meðan önnur eru nöguð
i rót. Slxkar aðstæður myndast yfirleitt við stöóuga beit og er þar töluverð
hætta á, að mikill hluti grassins spretti úr sér.
Einn stærsti orsakavaldur fyrir illa nýttum svæóum eru kúadellumar, en
umhverfis þær er jafnan svæði, sem nautgripir bita ekki. Þetta svæði getur
stadtkað verulega dreifist úr dellunum t.d. vegna traðks. Hver della getur
haft ahrif á allt að 0,25 - 0,30 m næstu 2 mánuði og áhrif hennar geta jafn-
vel varaó fram á næsta sumar. Talið er aó framleiðsla hverrar kýr sé um
12 - 14 dellur a solarhring, þannig að hver kýr getur gert 3,5 m onýtanlegan
það sem eftir er sumars á degi hverjum. Það gras, sem ekki nýtist, verður
stöðugt stærri og stærri hluti þess gróðurs, sem fyrir hendi er. Áburóar-
áhrifin frá mykjunni valda því, að grasvöxturinn'umhverfis hana er töluvert
meiri, en utan áhrifasvæóis hennar. Þetta gras sprettur því tiltölulega
fljótt úr sér. Þetta gras getur numið hátt í helming af heildaruppskeru
beitilandsins og þakið allt aó fimmtungi þess, sé xim stöðuga beit aó ræða
og vætutið. Hólfa- og randabeit miða hins vegar að því, aó gripimir hafi
stöðugt sem hreinasta og næringarrikasta beit. Liði um 3 vikur milli þess,
sem hvert svæði er beitt má reikna með, að verulegur hluti mykjunnar hafi
skolast burt og gróðurinn náð að endurnýjast.
III. Beitartilhögun i Efra-Ási
Til eru íslenskir bændur, sem hafa náó verulegum árangri með beitar-
nýtingu. Einn af þeim er Sverrir Magnússon í Efra-Ási í Skagafirði, en hann
er án efa með betri kúabaendum hérlendis sé litið á afurðaskýrslur. Kerfi
hans hefur verið kynnt áður á ráðunautanámskeiði (Þóraninn Lárusson, 1980) .
Um mitt sumar getur Sverrir látið kýr halda 20 kg dagsnyt af beitinni
einni saman, en kúm i hærri nyt gefur hann próteinríka (fiskimjöl) fóður-